[Ályktun] Samstarf stjórnarandstöðuflokkanna

Eftirfarandi ályktun var samþykkt á landþingi Ungra jafnaðarmanna í Mosfellsbæ um helgina. Fjölmargar ályktanir voru samþykktar á þinginu og verða þær birtar hér á Pólitík.is á næstu dögum ásamt stjórnmálaályktun þingsins. Eftirfarandi ályktun var samþykkt á landþingi Ungra jafnaðarmanna í Mosfellsbæ um helgina. Fjölmargar ályktanir voru samþykktar á þinginu og verða þær birtar hér á Pólitík.is á næstu dögum ásamt stjórnmálaályktun þingsins.

Samstarf stjórnarandstöðuflokkanna
Síðastliðnar vikur og mánuði hafa línurnar í íslenskum stjórnmálum skýrst svo um munar. Valdastólabandalag Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er orðið öllum augljóst. Flokkarnir tveir hafa verið að hnýta sig saman og svo virðist sem þeir hafi hug á að endurnýja valdabandalag sitt að loknum komandi Alþingiskosningum fái þeir til þess fylgi. Við þessu verður Samfylkingin að bregðast og telja Ungir jafnaðarmenn að markmiðið í komandi kosningum hljóti að vera það að koma Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum út úr Stjórnarráðinu og það tekst ekki nema að með því að fella ríkisstjórnina. Til þess að það takist verða stjórnarandstöðuflokkarnir, undir forystu Samfylkingarinnar, að ákveða með sér samvinnu. Flokkarnir eiga ekki að berjast innbyrgðis heldur leggjast allir á eitt í því þjóðþrifaverki að fella ríkisstjórnina – og koma þannig hinu blágræna valdastólabandalagi frá.sdf

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand