Hvaða gagn gerir einkarekstur í heilbrigðiskerfinu?

Á landsþingi Ungra jafnaðarmanna var enn á ný samþykkt að stefna á einkarekstur í heilbrgiðiskerfinu í meiri mæli. Stefna sem undirritaður og fleiri jafnaðarmenn eru mjög ósáttir við.

Stuðningsmenn þessarar stefnu nefna að einkarekstur skili; aukinni hagræðingu, bæti þjónustuna og minnki biðraðir. Ég verð að setja stórar efasemdir við alla þessa punkta. Á landsþingi Ungra jafnaðarmanna var enn á ný samþykkt að stefna á einkarekstur í heilbrgiðiskerfinu í meiri mæli. Stefna sem undirritaður og fleiri jafnaðarmenn eru mjög ósáttir við.

Stuðningsmenn þessarar stefnu nefna að einkarekstur skili; aukinni hagræðingu, bæti þjónustuna og minnki biðraðir. Ég verð að setja stórar efasemdir við alla þessa punkta.

Ef einkaaðilar fara að reka þjónustuna hlýtur meginmarkmið þeirra í öllum tilfellum að vera að græða á rekstri hennar. Þetta getur leitt tvennt af sér, annaðhvort að kostnaður aukist eða að þjónustan versni. Ef ætlunin væri að leggja meira fé í heilbrigðiskerfið þá myndi ég taka því fegins hendi ef hagræðing yrði aukin og meira fé sett í málaflokkinn án þess að einhver ætlaði sér að græða á því í leiðinni. Sem leiðir undirritaðan að hagræðingunni, hvers vegna er ekki hægt að hagræða þrátt fyrir að kerfið sé rekið af ríkinu?

Ég tel að við jafnaðarmenn þurfum að skoða okkar gang, einkarekstur í heilbrigðiskerfinu er ekki eitthvað sem við eigum að standa fyrir.

Brynjar Guðnason

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand