UJR telja að með því skrefi að breyta Rúv í hlutafélag auki það hættuna á því að í framtíðinni verði það einkavætt að öllu og efast um lögin muni skila þeim árangri sem stjórnarþingmenn Alþingis telja að það geri. Stjórn Ungra jafnaðarmanna í Reykjavík samþykkti eftirfarandi ályktun 23. janúar 2007:
Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík harma þá ákvörðun ríkisstjórnarflokkanna að samþykkja meingallað frumvarp um Ríkisútvarpið ohf. til laga. Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík telja að með því skrefi að breyta Ríkisútvarpinu í hlutafélag auki það hættuna á því að í framtíðinni verði það einkavætt að öllu og efast um lögin muni skila þeim árangri sem stjórnarþingmenn Alþingis telja að það geri. Fjölmörg dæmi eru um það að ríkisreknir fjölmiðlar fóti sig vel meðal þeirra einkareknu, og þar hægt að nefna BBC (British Broadcasting Company) og DR (Danmarks Radio).
Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík telja nauðsynlegt að hafa útvarp í almenningseigu sem ekki er háð einkaaðilum og sér um að viðhalda dagskrárgerð fyrir alla aldurshópa. Ríkisútvarpið gegnir gríðarlega veigamiklu hlutverki í Íslensku þjóðfélagi, bæði menningarlega og upplýsingalega séð, sem er eitthvað sem að ekki má glatast.d