[Ályktun] UJA um reyklaust umhverfi

UJA fagna framtaki tveggja kaffihúsa á Akureyri sem hafi sett góð fordæmi með því að taka forskot á sæluna hvað varðar gott andrúmsloft, heilbrigðara umhverfi starfsfólks og annarra sem sækja staðina. Á fundi Ungra jafnaðarmanna á Akureyri þann 22. janúar var samþykkt eftirfarandi ályktun:

Ungir jafnaðarmenn á Akureyri fagna því framtaki sem kaffihúsið Amor hefur sýnt með stefnu sinni um reyklaust umhverfi. Eru því reyklausir staðir orðnir tveir á Akureyri, Kaffi Amor og Græni Hatturinn sem hefur verið reyklaus frá upphafi. Nú er ljóst að skemmtistaðir, kaffihús og veitingastaðir verða reyklausir frá og með 1. júni n.k. og hefur Kaffi Amor sem og Græni Hatturinn sett góð fordæmi fyrir aðra veitingahúseigendur með því að taka forskot á sæluna hvað varðar gott andrúmsloft, heilbrigðara umhverfi starfsfólks og annarra sem sækja staðina. Ekki má gleyma forvarnargildi þess að hafa reyklausan skemmtistað.

_______________

UJA.is – vefsíða Ungra jafnaðarmanna á Akureyri

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand