[Ályktun] Peningaleg þjóðernishyggja ekki valkostur

Ungir jafnaðarmenn vilja árétta að sæti Samfylkingin ein í ríkisstjórn landsins væri Íslands nú þegar búið að sækja um aðild að Evrópusambandinu og skammt væri að bíða þess að landsmenn allir fengju tækifæri til að segja hug sinn til aðildar með þjóðaratkvæðagreiðslu.

Peningaleg þjóðernishyggja er ekki valkostur – UJ fagna uppgötvun dómsmálaráðherra

Ungir jafnaðarmenn vilja árétta að sæti Samfylkingin ein í ríkisstjórn landsins væri Íslands nú þegar búið að sækja um aðild að Evrópusambandinu og skammt væri að bíða þess að landsmenn allir fengju tækifæri til að segja hug sinn til aðildar með þjóðaratkvæðagreiðslu. Í ríkisstjórn sitja hins vegar tveir flokkar og verður að teljast eðlilegt að stefna ríkisstjórnarinnar taki mið af áherslum þeirra beggja.

Ungir jafnaðarmenn telja það því sérstakt gleðiefni að hægt og rólega sé samstarfsflokkurinn að fikra sig í átt að breyttri stefnu í Evrópumálum. Er skiljanlegt að einhver aðdragandi verði að vera að þeirri stefnubreytingu og að ýmsar misjafnlega raunhæfar tillögur líti dagsins ljós á meðan ferlinu stendur.
Nú síðast hefur dómsmálaráðherra þannig lagt til að látið verði á það reyna að taka upp evruna með sérstöku samkomulagi við Evrópusambandið. Er ljóst að sú leið er ófær, eins og forsvarsmenn Evrópusambandsins hafa margoft bent á.
Íslendingar standa einungis frammi fyrir tveim meginkostum – að halda sjálfstæðri krónu eða að taka upp evruna með inngöngu í Evrópusambandið.

Í tillögu dómsmálaráðherra felst hins vegar viðurkenning á því að peningaleg þjóðernishyggja er ekki valkostur fyrir smáþjóð í hnattvæddum heimi, eins og Samfylkingin hefur raunar margsinnis bent á. Vilja Ungir jafnaðarmenn fagna þessari uppgötvun dómsmálaráðherra sérstaklega og hlakka til að fylgjast með frekari tíðindum af Evrópumálum hjá samstarfsflokknum.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand