Átt þú hugmynd að nafni?

Á síðasta landsþingi Ungra jafnaðarmanna var tekin sú ákvörðun að aðildarfélög UJ myndu taka upp sérstök nöfn í fyrsta sinn. Þar sem framundan er aðalfundarhrina aðildarfélaga Ungra jafnaðarmanna viljum við núna leita til ykkar, ágætu félagar, til þess að fá hugmyndir að heppilegum nafngiftum fyrir félögin okkar.

Á síðasta landsþingi Ungra jafnaðarmanna var tekin sú ákvörðun að aðildarfélög UJ myndu taka upp sérstök nöfn í fyrsta sinn. Hafa félögin hingað til alla jafna einungis verið kölluð eftir þeim bæjarfélögum sem þau starfa í – Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík, Ungir jafnaðarmenn í Kópavogi og svo framvegis – en stendur nú til að þeim verði gefin nöfn eftir sameiginlegu nafnaþema. Var ákveðið að þemað myndi vera ,,íslenskar bókmenntapersónur” í víðasta skilningi þeirrar skilgreiningar. Hefur fyrsta félagið nú þegar skipt um nafn, en Ungir jafnaðarmenn á Suðurnesjum heita nú Ugla, eftir Atómstöð Halldórs Laxness.

Þar sem framundan er aðalfundarhrina aðildarfélaga Ungra jafnaðarmanna viljum við núna leita til ykkar, ágætu félagar, til þess að fá hugmyndir að heppilegum nafngiftum fyrir félögin okkar. Með því getum við búið til einhverskonar nafnabrunn sem félögin – og ný félög í framtíðinni – geta sótt í og notast við.
Ekki þurfa tillögurnar að vera ítarlegar eða margar frá hverjum og einum, en vel væri þegið að fá að vita úr hvaða bók viðkomandi nafn er. Einnig sláum við ekki hendinni á móti sérstökum rökstuðningi með hverju nafni (til dæmis um mannkosti viðkomandi persónu), en hann er síður en svo nauðsynlegur.

Endilega látið orðið berast til þeirra sem kynnu að hafa gaman af!

Tillögur sendist vinsamlegast á uj@samfylking.is

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand