Það er hagur allra bæjarfélaganna á Suðurnesjum að halda því fólki sem er í námi hér á svæðinu í stað þess að það flytji á brott til að sækja nám og komi ekki aftur. Ungir jafnaðarmenn á Suðurnesjum styðja baráttu Samfylkingarinnar fyrir gjaldfrálsum leikskóla. Uj-Suð hvetur bæjarfélögin á Suðurnesjum til að taka fyrsta skrefið og fella niður leikskólagjöld á námsmenn. Leikskólagjöld eru dýr baggi á námsmenn sem þurfa að treysta á námslán til þess að framfleyta sér.
Það er hagur allra bæjarfélaganna á Suðurnesjum að halda því fólki sem er í námi hér á svæðinu í stað þess að það flytji á brott til að sækja nám og komi ekki aftur. Nú þegar eru í boði stúdentagarðar á Suðurnesjum en meira þarf til þess að gera námsfólki kleift að búa í sinni heimabyggð. Menntun íbúa svæðisins er mikilvæg fyrir samfélagið allt og því ber að
auðvelda þeim að mennta sig sem það vilja, einnig barnafólki.
Stjórn Ungra jafnaðarmanna á Suðurnesjum