Jólafrí alþingismanna

Sérstaklega tel ég að aukinn vinnutími þingmanna myndi leiða til betri meðferðar á þingmálum en það er hörmulegt að horfa upp á síðustu daga Alþingis í desember eða maí. Þá er verið að koma málum í gegn á mettíma án þess að umræðan og vinnan sé nægjanlega góð. Við höfum oft horft upp á þingmál verða að lögum og svo kemur í ljós að vinnuhraðinn var það mikill að lögin halda vart vatni þar sem vinnubrögðin voru ekki nógu góð við gerð þeirra. Segir Ólafur Ingi Guðmundsson í grein dagsins. Ég gat ekki annað en haft gaman af því að fylgjast með atganginum á hinu háa Alþingi núna um helgina þar sem verið var að ljúka þingmálum fyrir jólafrí þingmanna. Þingfundur var bæði á föstudegi og laugardegi, sem er ekki algengt að öllu jöfnu, og 25 mál lágu fyrir á laugardeginum. Að megninu til voru það atkvæðagreiðslur sem þarf að sjálfsögðu að ljúka áður en þingmenn tvístrast út um allar trissur til utanlandsferða eða annarra starfa. Alls voru því rúmlega 30 þingmál sem urðu að lögum eftir tæplega tveggja daga þingfundi. 

Ég verð að segja alveg eins og er að það er löngu kominn tími til að taka á málum á Alþingi hvað varðar jólafrí þeirra, ennþá er verið að miða við löngu liðna tíma þegar hestasamgöngur voru uppi og sauðburður var eitt mikilvægasta starf þingmanna. Að vera komnir í jólafrí frá 9. desember alveg til 15. janúar finnst mér alveg úr takti við það samfélag sem við lifum í í dag. Mér þykja það lítt haldbær rök að alþingismenn þurfi svo mikið frí til þess að geta verið með fjölskyldum sínum og sinnt kjördæmum þegar hinn almenni borgari fær varla nema lítinn hluta af þeirra fríi og samt getum við einnig sinnt fjölskyldum okkar líkt og þingmenn. Ég verð svo lítið var við heimsóknir þingmanna í fjölda fyrirtækja til þess að heyra hljóðið í hinum almenna launamanni, kannski verður breyting núna þar sem það er kosningavetur framundan. 

Alþingi þarf að fara að taka mið af hvernig samfélagið virkar með tilliti til fría. Það á alveg að geta byrjað 1. september í stað 1. október og staðið til 21. desember í staðinn fyrir 9. eða 10. desember. Það getur svo hafist aftur á fyrstu dögum nýs árs og staðið alveg til júnímánaðar. Ef mönnum finnst að þeir nái ekki að sinna kjördæmum sínum vegna tímaleysis ætti að vera einfalt mál að skipuleggja vikufrí á áætlun þingsins þar sem þingmenn myndu alfarið nýta tíma sinn í að heimsækja íbúa sinna kjördæma og heyra í þeim hljóðið.  

Sérstaklega tel ég að aukinn vinnutími þingmanna myndi leiða til betri meðferðar á þingmálum en það er hörmulegt að horfa upp á síðustu daga Alþingis í desember eða maí. Þá er verið að koma málum í gegn á mettíma án þess að umræðan og vinnan sé nægjanlega góð. Við höfum oft horft upp á þingmál verða að lögum og svo kemur í ljós að vinnuhraðinn var það mikill að lögin halda vart vatni þar sem vinnubrögðin voru ekki nógu góð við gerð þeirra.  

Það er því ekki úr vegi að hvetja nýtt Alþingi, þegar það verður kosið í maí, að huga að þessum málum svo við getum farið að sjá úrbætur á komandi árum.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand