[Ályktun] lýsa yfir stuðningi við tillögur SHÍ

UJR taka heilshugar undir tillögur Stúdentaráðs Háskóla Íslands um nauðsyn þess að leggja aukna áherslu á menntamál á komandi árum. Í stefnuskrá ráðsins kemur meðal annars fram að það sé trú Stúdentaráðs að þekking og rannsóknir séu lykilþættir í því að efla íslenskt samfélag og gera það samkeppnishæft á alþjóðagrundvelli. Ennfremur að aukin menntun eigi að vera forgangsverkefni hjá íslensku þjóðinni, þar sem menntun sé forsenda hagvaxtar og framfara og þar með betri lífskjara allra landsmanna, sem eru orð að sönnu. Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík taka heilshugar undir tillögur Stúdentaráðs Háskóla Íslands um nauðsyn þess að leggja aukna áherslu á menntamál á komandi árum. Í stefnuskrá ráðsins kemur meðal annars fram að það sé trú Stúdentaráðs að þekking og rannsóknir séu lykilþættir í því að efla íslenskt samfélag og gera það samkeppnishæft á alþjóðagrundvelli. Ennfremur að aukin menntun eigi að vera forgangsverkefni hjá íslensku þjóðinni, þar sem menntun sé forsenda hagvaxtar og framfara og þar með betri lífskjara allra landsmanna, sem eru orð að sönnu.

Vilja Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík sérstaklega undirstrika mikilvægi þess að öllum standi til boða gjaldfrjáls háskólamenntun, hvort sem er í almennu grunn- eða framhaldsnámi. Telur félagið að það eigi að vera einn af hornsteinum menntasóknar 21. aldarinnar að námsmönnum sé ekki mismunað á grundvelli efnahagsstöðu með upptöku skólagjalda við opinbera háskóla.

Er ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn, sem farið hefur með stjórn menntamála undanfarin sextán ár, hefur lítinn áhuga á að tryggja jafnrétti til náms með þessum hætti, enda kemur fram í drögum að landsfundarályktun flokksins að nemendur eigi í auknum mæli að taka þátt í kostnaði við nám sitt. Hvetja Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík landsmenn til að hafna skólagjaldastefnu Sjálfstæðisflokksins 12. maí næstkomandi og kjósa þess í stað með menntun og jafnrétti til náms og styðja jafnaðarflokk Íslands, Samfylkinguna.

———————————–

Nánari upplýsingar veitir formaður UJR, Agnar Freyr Helgason, s. 690-9082 eða email: ahelgason@gmail.com

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand