Sjálfstæði í utanríkismálum

,,Bandaríkin eru ein af fjölmörgum vinaþjóðum okkar. Það er staðreynd sem ekkert er athugavert við. Menningar- og ekki síst viðskiptatengsl milli landanna eru mikil og það er vonandi að þau góðu tengsl haldi áfram að eflast. Íslendingar eiga að láta af fylgisspekt og undirlægjuhætti gagnvart Bandaríkjunum og mynda sjálfstæða stefnu þegar kemur að utanríkismálum. Segir Magnús Már Guðmundsson formaður Ungra jafnaðarmanna í grein dagsins hér á Pólitík.is

Skýrasta dæmið um undirlægjuhátt íslenskra ráðamanna gagnvart stjórnvöldum í Washington ætti að vera öllum ferskt í minni þegar Íslendingar gerðust stuðningsmenn árásarstríðs Bandaríkjanna í Írak þar sem þjóðkjörnir fulltrúar okkar á Alþingi höfðu ekkert um málið að segja. 19. mars sl. var þess minnst að fjögur ár voru liðin frá því að Bandaríkin hófu stríðið í Írak m.a. með stuðningi íslenskra ráðamanna. Borgarastyrjöld, ömurleiki og volæði hefur einkennt ástandið í Írak frá þeim tímapunkti.


Vinaþjóð – ekki áttaviti

Bandaríkin eru ein af fjölmörgum vinaþjóðum okkar. Það er staðreynd sem ekkert er athugavert við. Menningar- og ekki síst viðskiptatengsl milli landanna eru mikil og það er vonandi að þau góðu tengsl haldi áfram að eflast. Íslendingar eiga að láta af fylgisspekt og undirlægjuhætti gagnvart Bandaríkjunum og mynda sjálfstæða stefnu þegar kemur að utanríkismálum. Þora að standa í lappirnar og hafa sjálfstæða skoðun. Svipað og við kennum börnum okkar þegar við reynum að ýta undir sjálfsöryggi þeirra og sjálfstæði.


Tvö ,,sjálf” þjóðarsálarinnar

Þegar kemur Eurovison og hinni svokölluðu útrás íslenskra fyrirtækja á erlendum fjármálamörkuðum virðist ekkert geta stöðvað okkur og við efumst ekki um eigið ágæti. Ekkert getur stöðvað okkar og enginn getur staðið í vegi fyrir okkur eða staðið okkur jafnfætis. Aftur á móti þegar kemur að alþjóðamálum og alþjóðasamvinnu þá virðist þjóðarsálin skreppa saman og sjálfstrausið að engu verða. Við þurfum að láta af þessum tepruskap, einhenda okkur í að marka okkur skýra stefnu og markmið og fylgja þeim eftir í kjölfarið.


Sjálfstæð utanríkisstefna í hnotskurn

Þegar Sovétblokkinn liðaðist í sundur og ríki hófu að lýsa yfir sjálfstæði fóru fram blóðug átök. Þá báru íslensk stjórnvöld, með utanríkisráðherrann Jón Baldvin Hannibalsson í broddi fylkingar, þá gæfu að viðurkenna sjálfstæði ríkjanna við Eystrasaltið. Enn þann dag í dag minnast íbúar þessara ríkja frumkvæðis Íslendinga með hlýhug og það er ekki að ástæðulausu að torg eitt í Tallinn, höfuðborg Eistlands, heitir Íslandstorg. Við torgið stendur einungis ein bygging – sjálft utanríkisráðuneytið. Viðurkenning á sjálfstæði ríkjanna við Eystrasalt er gott dæmi um sjálfstæða utanríkisstefnu og það er á þessum nótum sem við eigum að byggja stefnu okkar í utanríkismálum á. Frjáls Palestína er t.a.m. málstaður sem Íslendingar ættu að beita sér markvisst fyrir.


Herlaus þjóð málsvari friðar

Ísland er ekki lengur hernaðarlega mikilvæg eyja í Norður-Atlantshafi á milli vesturs og austurs. Á Íslandi er ekki lengur varnarlið. Landið er herlaust. Á þeim grunni á að byggja upp sjálfstæða utanríkisstefnu. Hlutverk Íslands í alþjóðamálum sem herlaus þjóð á að vera málsvari friðar og velsældar allra.

Greinin birtist í Blaðinu í dag 12. apríl.


Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið