Umhverfið og þú!

,,Umhverfismál eru ekki einkamál ákveðinna félagssamtaka, heldur mál okkar allra. En það er ekki sama hvernig hlutirnir eru framkvæmdir. Samfylkingin er með skynsama stefnu sem lítur að skynsamri nýtingu náttúruauðlinda. Samfylkingin talar ekki aðeins um hvað hún ætlar að gera, heldur hefur hún sýnt og sannað að hún stendur við sitt.“ Segir Margrét Kristín Helgadóttir varaformaður UJ á Akureyri og frambjóðandi í Norðausturkjördæmi.

Mér hefur fundist mjög skrítið að fólk tengir ávallt stóriðjustopp og umhverfisvernd. Fólk fær strax stimpilinn ,,umhverfissinni” ef það vill stöðva allar álvers- og stóriðjuframkvæmdir og sömuleiðis eru þeir taldir svarnir andstæðingar umhverfis sem eru fylgjandi stóriðjuframkvæmdum. Sumir flokkar og félagssamtök hafa málað myndina svona svarthvíta en í veruleikanum er þetta auðvitað ekki svona einfalt. Mín tilfinning er sú að fólk hugsi fyrst og fremst um lífsviðurværi sitt og síðan um umhverfið.

En baráttan um bætt umhverfi þarf ekki að einskorðast við stöðvun álvers- og stóriðjuframkvæmda. Litlu hlutirnir eru alveg jafn mikilvægir eins og þeir stóru. Hlutir eins og að flokka sorp rétt, nýta sér almenningssamgöngur í staðinn fyrir að keyra bíl við hið minnsta tækifæri, eiga einn bíl í staðinn fyrir tvo og svo framvegis. Það að henda tyggjóinu og sleikjóbréfunum í rusladalla og ganga almennt vel um umhverfi sitt, hjálpar mikið til við umhverfisvernd. Þó svo auðvitað að þessir smáu hlutir bjargi ekki heiminum einir og sér eru þeir engu að síðu mikilvægir. Við viljum öll búa í vistvænu umhverfi, ekki satt?


Vilt þú hafa áhrif á umfjöllun um umhverfismál?

Eins og sást í Hafnarfirði fyrr í vor þá hefur Samfylkingin það á stefnuskrá sinni að auka áhrif almennings í þjóðfélagsumræðunni. Eitt af því sem hefur verið lítið rætt í umhverfisumræðuna er réttarstaða almennings og samtaka í umhverfismálum. Samfylkingin vill að Alþingi samþykki Árósarsamninginn frá árinu 1998 og breyti þar af leiðandi lögum í samræmi við hann, þannig að almenningur og félagssamtök teljist eiga lögvarða hagsmuni á sviði umhverfisréttar. Árósarsamningurinn fjallar í megin atriðum um aðgang upplýsinga, þáttöku almennings í ákvörðunartöku og aðgang að réttlátri málsmeðferð í umhverfismálum. Staðfesting þessa samnings myndi stykja náttúrusamtök, bæði að lögum sem og almennum áhrifum, og þar af leiðandi yrði þau viðurkennd sem nauðsynlegur þátttakandi í ákvörðunarferli og eftirliti fyrir hönd almennings. Einnig vill Samfylkingin að félagssamtök njóti sérstaka framlaga frá ríki og sveitarstjórnum til að afla sérfræðiaðstoðar við athugasemdir og umsagnir um skipulags- og umhverfismál.


Samfylkingin í fararbroddi

Umhverfismál eru ekki einkamál ákveðinna félagssamtaka, heldur mál okkar allra. En það er ekki sama hvernig hlutirnir eru framkvæmdir. Samfylkingin er með skynsama stefnu sem lítur að skynsamri nýtingu náttúruauðlinda. Samfylkingin talar ekki aðeins um hvað hún ætlar að gera, heldur hefur hún sýnt og sannað að hún stendur við sitt.

Í sveitarstjórnarkosningum síðastliðið vor á Akureyri var Samfylkingin með það í stefnuskrá sinni að frítt yrði í strætó, en eins og ég nefndi hér fyrr í greininni þá eru almenningssamgöngur mikilvægur þáttur í umhverfisvernd. Eftir að Samfylkingin komst í meirihluta á Akureyri var gjaldfrjáls strætó eitt af því fyrsta sem ráðist var í. Árangurinn er sá að farþegum í strætó hefur fjölgað um 78% og önnur bæjarfélög líta til Akureyrar með öfund.

Samfylkingin á Akureyri boðaði einnig breytingar í sorpmálum og gerði það að sínum fyrstu verkum að koma löngu tímabærri hreyfingu á sorpurðunarmál bæjarins. Í framhaldinu stóð Akureyrarbær með öðrum sveitarfélögum í Sorpsamlagi Eyjafjarðar og fyrirtækjumað stofnun hlutafélags um rekstur jarðgerðarstöðvar á Eyjafjarðarsvæðinu. Sú stöð mun leggja grunninn að stórlega verði dregið úr sorpurðun á Glerárdal á kjörtímabilinu.

Einnig styður Samfylkingin á Akureyri þær þreifingar Hafnarsamlags Norðurlands og fleiri aðila að koma upp verksmiðju til framleiðslu á jurtaolíu á Akureyri en það hráefni má m.a. nýta til framleiðslu á vistvænni bíódísilolíu.

Mikill kraftur verður settur í Staðardagskrár 21 verkefnið á ný en það hefur lent nokkuð út af borði á síðasta kjörtímabili. Stórátak verður gert í umhverfis- og umgengnismálum fyrirtækja í bænum og mun það átak hefjast á Degi umhverfis þann 25. apríl næstkomandi. Göngu- og stígamál verða tekin til endurskoðunar og uppbygging þeirra tekin fastari og markvissari tökum en áður. Það er mikilvægt inngrip í margumræddan svifryksvanda. Gott og samfellt stígakerfi dregur úr notkun einkabílsins eins og góðar ókeypis almenningsamgöngur.

Þú kjósandi góður, getur haft áhrif á bætt umhverfi, t.a.m. með því að flokka rusl rétt og nota almenningssamgöngur oftar. En við verðum að muna að við Íslendingar björgum ekki heiminum einir heldur þurfum við að vinna nánar í alþjóðasamfélaginu m.a. gegn frekari losun gróðurlofthústegunda. En þó svo að við getum ekki bjargað heiminum, verðum við að hafa hugfast að margt smátt gerir eitt stórt.

Greinin birtist í dag á vefriti Ungra jafnaðarmanna á Akureyri – uja.is


Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand