Fótunum kippt undan listdansnámi

Fyrir helgi birti Morgunblaðið frétt þess efnis að búið væri að ákveða að leggja Listdansskóla Íslands niður í núverandi mynd. Í fréttinni kom fram að áform væru um að færa starfsemina inn í framhaldsskólana. Listdansskólinn hefur gegnt mikilvægu hlutverki í íslensku þjóðfélagi allt frá árinu 1953 er hann var stofnaður sem Listdansskóli Þjóðleikhússins. Með ákvörðun menntamálaráðuneytisins er gróflega vegið að þeirri uppbyggingu sem listdansnám á Íslandi hefur verið í síðustu árin. Fyrir helgi birti Morgunblaðið frétt þess efnis að búið væri að ákveða að leggja Listdansskóla Íslands niður í núverandi mynd. Í fréttinni kom fram að áform væru um að færa starfsemina inn í framhaldsskólana. Listdansskólinn hefur gegnt mikilvægu hlutverki í íslensku þjóðfélagi allt frá árinu 1953 er hann var stofnaður sem Listdansskóli Þjóðleikhússins. Með ákvörðun menntamálaráðuneytisins er gróflega vegið að þeirri uppbyggingu sem listdansnám á Íslandi hefur verið í síðustu árin.

Lítill skilningur á sérstöðu
Þorgerður Katrín menntamálaráðherra segir í viðtali við Morgunblaðið að ,,hér sé verið að fylgja þeirri stefnu, sem hafi verið mótuð á undanförnum árum, að ríkið reki ekki skóla í listnámi“ og enn fremur að ,,breytingarnar séu í fullu samræmi við t.d. breytingar á tónlistarnámi“. Það er ljóst að ekki er hægt að bera saman breytingar á tónlistarnámi og listdansnámi þar sem listdansnám er allt annars eðlis en tónlistarnám. Ljóst er af ummælum menntamálaráðherra að hún hefur ekki skilning á þeirri sérstöðu sem listdansnám hefur. Sjálfur lærði ég ballett í áratug, fyrst hjá Kramhúsinu, því næst Listdansskóla Íslands og loks Konunglega ballettskólanum í Kaupmannahöfn.

Sérstaða listdansins
Til að ná árangri í listdansi þarf sleitulausar æfingar. Eftir því sem nemendur ná lengra í námi sínu fjölgar æfingum. Ólíkt tónlistarnámi geta nemendur í listdansnámi ekki æft sig heima og þurfa á sérhæfðu húsnæði og leiðsögn að halda á meðan á æfingum stendur, en þeir sem lengst eru komnir verja allt að 24 klukkustundum á viku í æfingar og þá eru æfingar fyrir sýningar ekki teknar með í reikninginn. Það þarf því ekki að koma á óvart að listdansnám er mun kostnaðarsamara en tónlistarnám og ekki hægt að bera þessar tvær tegundir lista saman.

En hverjar eru afleiðingarnar?
Eins og ég benti á í upphafi eru áform um að færa starfsemina inn í framhaldsskólana fyrir þá sem lengst eru komnir og geri ég ráð fyrir því, án þess að það hafi beint komið fram í frétt Morgunblaðsins, að kennsla fyrir þá sem styttra eru komnir eigi að færast yfir í einkaskólana. Framhaldsskólarnir eru í fyrsta lagi ekki færir um að taka við þessari kennslu nema með því að taka við húsnæði listdansskólans eða öðru sambærilegu húsnæði auk þess að ráða til sín listdanskennara. Kostnaðurinn er mikill við slíka aðgerð og hlýtur menntamálaráðuneytið að þurfa að fjármagna þessar breytingar. Einkaskólarnir eru engan veginn í stakk búnir til að taka við þeim mikla fjölda nemenda sem sækja Listdansskóla Íslands, en þeir eru 208 og þar af eru 160 í grunnnámi. Eina leiðin fyrir einkaskólana yrði að stækka við sig og slík stækkun myndi leiða af sér hærri skólagjöld fyrir nemendur í listdansi sem kemur fyrst og fremst niður á börnum og unglingum á heimilum með lágar tekjur (hafa ber í huga að Listdansskóli Íslands innheimtir nú þegar skólagjöld).

Það er því ljóst að með fyrirhuguðum breytingum á listdansnámi á Íslandi er verið að kippa fótunum undan starfseminni og enn á ný sannast það að Sjálfstæðisflokknum er ekki treystandi til að taka forystu í menntamálum á Íslandi.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand