[Ályktun] Harma klámþing

Það er sorglegt að alþjóðlegan baráttudag kvenna hinn 8. mars ætli klámkóngar að nota til að ráða ráðum sínum hér á landi og efla sína siðlausu starfsemi. Á félagsfundi Ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði (UJH) hinn 18. febrúar 2007 var svohljóðandi ályktun samþykkt:

UJH harma fyrirhugað klámþing sem fyrirtæki í hinum mannfjandsamlega klámiðnaði hyggjast halda á Radisson SAS Hótel Sögu 7.-11. mars næstkomandi.

Það er sorglegt að alþjóðlegan baráttudag kvenna hinn 8. mars ætli klámkóngar að nota til að ráða ráðum sínum hér á landi og efla sína siðlausu starfsemi. UJH skora á Radisson SAS að setja klámkóngunum stólinn fyrir dyrnar og neita að hýsa þennan viðburð. Þá skora UJH á íslensk stjórnvöld að beita öllum úrræðum sínum til að hindra að á vegum klámkónganna fari hér fram starfsemi sem brýtur gegn heilbrigðu siðferði, mannvirðingu og íslenskum lögum.

____________

MÍR.is – vefsíða Ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand