Aðalfundur UJM

Aðalfundur UJM verður haldinn 22. feb. kl.20 í húsnæði Samfylkingarinnar að Þverholti 3. Allir sem hafa áhuga á fjörlegri, skemmtilegri og faglegri pólitískri umræðu og störfum fyrir unga jafnaðarmenn eru hjartanlega velkomnir á fundinn. Aðalfundur Ungra jafnaðarmanna í Mosfellsb verður haldinn 22. febrúar 2007 kl. 20:00 í húsnæði Samfylkingarinnar að Þverholti 3. Allir sem hafa áhuga á fjörlegri, skemmtilegri og faglegri pólitískri umræðu og störfum fyrir Unga jafnaðarmenn eru hjartanlega velkomnir á fundinn.

Frá stofnun UJM hefur félagið staðið að mörgum skemmtilegum uppákomum s.s. menningarkvöldi, tónlistarkvöldi, djammkvöldi, fjölskylduskemmtun, gefið út rit og margt fleira. Félagið hefur einnig komið sterkt inn í pólitískt starf Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ.  Samstarf og vinna með félögum Ungra jafnaðarmanna á landsvísu er að aukast.

Á fundinum verður farið yfir hefðbundin aðalfundarstörf ásamt kosningu nýrrar stjórnar. Allir þeir sem eru á aldrinum 16-35 ára eru hvattir til að mæta á fundinn.  Þetta er tækifæri til þess að hafa áhrif á bæjar- og landsmál.

Fundarstjóri verður Guðmundur Steingrímsson og Katrín Júlíusdóttir verður sérstakur gestur fundarins.  Allar frekari upplýsingar er hægt fá hjá formanni UJM, Óskari Inga Sigmundssyni í síma 893-4793 eða með tölvupósti oskar.ingi@sigling.is eða ujm@samfylking.is.

Stjórn Ungra jafnaðarmanna í Mosfellsbæ.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið