Stjórn Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar hefur ályktað um fyrirhugaða klámráðstefnu sem haldin verður innan skamms í Reykjavík. Ályktun stjórnar Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar vegna klámráðstefnunnar:
,,Stjórn Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar lýsir andstöðu sinni við að klámráðstefna verði haldin innan skamms í Reykjavík. Það er niðurlægjandi fyrir Ísland og Reykjavík að hýsa slíka ráðstefnu. Klámiðnaðurinn er meðal þess sem viðheldur kúgun og niðurlægingu kvenna um heim allan. Barnaklám, vændi og ofbeldi gegn konum og börnum þrífst innan þessa „iðnaðar“. Íslendingar eiga að vinna gegn klámi og koma þeim skilaboðum skýrt til skila að klámráðstefnur eru ekki liðnar hér á landi.”