[Ályktun] Gegn stækkun í Straumsvík

Ungir jafnaðarmenn vilja að hér á landi verði skapaðar aðstæður fyrir fjölbreytt atvinnulíf þar sem hátækniiðnaður og sprotafyrirtæki fái að blómstra. Sátt verður að nást um vernd og nýtingu íslenskrar náttúru. Ungir jafnaðarmenn, ungliðahreyfing Samfylkingarinnar á landsvísu, vilja að hér á landi verði skapaðar aðstæður fyrir fjölbreytt atvinnulíf þar sem hátækniiðnaður og sprotafyrirtæki fái að blómstra. Sátt verður að nást um vernd og nýtingu íslenskrar náttúru. Tímann þarf að nýta vel og kortleggja og rannsaka hvaða náttúrusvæði skuli vernda. Með því að tryggja að hin ýmsu mannvirki sem ráðist verður í á næstu árum og áratugum lendi utan verðmætra náttúrusvæða. Ungir jafnaðarmenn telja því mikilvægt að af stækkun álsversins í Straumsvík verði ekki á næstu árum og hvetja því Hafnfirðinga til að segja nei í íbúakosningunni 31. mars nk.

Stefnu Ungra jafnaðarmanna í umhverfismálum má nálgast hér.

Deila

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur