UJ hvetja Jón Sigurðsson og Framsóknarflokkinn til að taka Ísland af lista hinna viljugu þjóða, líkt og Kosta Ríka gerði, sem og að biðja írösku og íslensku þjóðina afsökunnar. Stígi Framsóknarflokkurinn ekki þessi skref dæmist yfirlýsing Jóns sjálfkrafa sem kattarþvottur og yfirklór í aðdraganda þingkosninga. Ungir jafnaðarmenn, ungliðahreyfing Samfylkingarinnar, fagna þeim síðbúna viðsnúningi sem felast í orðum Jóns Sigurðssonar, formanns Framsóknarflokksins, um stuðning íslensku þjóðarinnar við innrásina í Írak. Ungir jafnaðarmenn hvetja Jón Sigurðsson og Framsóknarflokkinn til að taka Ísland af lista hinna viljugu þjóða, líkt og Kosta Ríka gerði, sem og að biðja írösku og íslensku þjóðina afsökunnar. Stígi Framsóknarflokkurinn ekki þessi skref dæmist yfirlýsing Jóns sjálfkrafa sem kattarþvottur og yfirklór í aðdraganda þingkosninga. Aukinheldur kalla Ungir jafnaðarmenn eftir afstöðu forystu Sjálfstæðisflokkins í ljósi yfirlýsinga Jóns Sigurðarssonar og Kristjáns Þórs Júlíussonar oddvita Sjálfstæðismanna í Norðausturkjördæmi.

Uncategorized @is
Hátt í hundrað ungir leiðtogar norrænna jafnaðarflokka á alþjóðlegum viðburði í Reykjavík
Hátt í hundrað ungir leiðtogar norrænna jafnaðarflokka á alþjóðlegum viðburði í Reykjavík Nú um helgina