Ruglið á Hægri.is

Valgeir Helgi Bergþórsson svarar rangfærslum í grein Ólafs Nielsen sem birtist nýverið á Hægri.is og snýr að félaghyggju og jafnaðarstefnunni. Grein eftir Ólaf Örn Nielsen, sem birtist á Hægri.is, þann 24. nóv ´06, lýsir í mörgum grunnatriðum þeim lygum frjáshyggjunar um félagshyggjuna í daglegu tali. Til að svara þessum lygum verður hver punktur tekinn í þessar grein Ólafs svarað hérna lið fyrir lið.

Fyrsta sem tekið er fram er að jöfnuður í jafnaðarmannasamfélagi geti ekki merkt góð lífskjör fyrir alla, heldur slæm fyrir alla. Þetta er hreint og beint rugl, í fyrsta lagi þá hafa það ekki allir skítt hérna á Norðurlöndunum, sem teljast öll til jafnaðarmannaríkja.

Annar punkturinn er að enginn fær að njóta sinnar eigin atorku eða hugmyndaauðgi vegna ofurskattlagningar og vegna þess að reynt er að steypa öllum í sama mótið. Er þetta svo rangt að orð fá því ekki lýst. Það að einstaklingur fái ekki að njóta sinnar eigin atorku eða hugmyndaauðgi er rangt. Ekki þurfum við að líta lengra til en í okkar eigin samfélagi að einstaklingurinn fær að njóta þess, hægt er að nefna fyrirtæki eins og Avion, Landsbanki, o.fl. Ef menn vilja svo líta annað, þá má nefna Ikea í Svíþjóð og Nokia í Finnlandi.

Þriðji punkturinn er að félagshyggjan reyni að setja alla einstaklinga í sama mótið er rangt, því að markmiðið með félagshyggjunni hefur verið að gera samfélagið sem hæfast fyrir alla til að búa í og veita þeim grundvallar þjónustu sem er persónu miðuð. Þess vegna höfum við í Ungum jafnaðarmönnum talað gegn kennsluskrám og samræmdum prófum á grunnskóla- og framhaldskólastigi.

Fjórði punkturinn er sá að einstaklingurinn sé að vinna fyrst fyrir skatttekjum ríkisins og fái ekki að njóta sinna eigin launa. Þetta er ekki rétt þar sem einstaklingurinn er að borga fyrir ýmis samgæði sem ekki væri möguleiki að borga fyrir persónulega, má því til stuðnings vegagerð, gatnaljós, löggæslu, dómskerfi og heilsugæsla ásamt mörgu öðru.

Fimmti punkturinn er sá að skólakerfi sé ókeypis þá valdi það óþarfa fjárútláti af ríkinu, og sé ekki borin jöfn virðing fyrir því og hinu sem greitt er með skólagjöldum. Það sem er ekki rétt þarna, er sú að einstaklingurinn ber jafn mikla virðingu fyrir þessu námi, en náttúrulega eru til undantekningarnar. En það sem félagshyggjan vil gera með því að gefa öllum jafnan aðgang að menntakerfinu óháð fjárhagi er sú að með því fæst betur menntaðri einstaklingar sem gefa meira til baka til þjóðfélagsins. Varðandi skólagjöldin þá búa þau til síu sem getur staðið í vegi fyrir því að einstaklingar sem ekki hafa sterkan efnahag fyrir aftan sig, er frekar að sú sía sé inní kerfinu. Það er að menntunin setur hærri kröfur og útskrifar einstaklinga sem hafa námsþorsta og þekkingu á faginu, sem nýtist svo í atvinnulífinu.

Sjötti punkturinn er að jafnaðarstefnan vilji bara sóa peningum sem koma inn í skatttekjum á þá sem ekki þurfa þess, það er ótrúlegt að það sé gripið til þess að segja að velferðarkerfið í dag sem er við líði sé til þess að greiða bara undir rassinn á þeim sem ekki þurfa þess. Ef velferðarkerfið hér á landi rannsakað þá myndi sú rannsókn komast að þeirri niðurstöðu að svo er ekki. Þar að auki er það alltaf viss hluti af lífinu að það eru einhverjir sem misnota þá aðstöðu sem þeir hafa aðgang að. En þó að lokum vil ég benda á það að ég er sammála greinarhöfundi um að velferðarkerfið á að vera einfalt svo að ekki sé verið að setja hindranir fyrir þá sem á því þurfa.

Sjöundi punkturinn sem hann bendir á er að Svíjar sé núna að bakka frá þessari hugsjón, tel ég það vera rangt, er frekar verið að hvíla vinstri hliðina og ekki er kominn hægri sveifla. Vilja menn gleyma því að vinstri flokkar hafa verið í völd í ein 12 ár og það var komin þreyta. Einnig vilja menn gleyma að hægri flokkar í Svíþjóð hafa þjóðnýtt þar, sem er þveröfugt við félagshyggjuöflin þar. Einnig var kosningarbaráttan í Svíþjóð meira byggð uppá því að breytingar þurfti í velferðarkerfinu, frekar en að hverfa sé frá kerfinu sjálfu.

Áttundi punkturinn er sá að félagshyggjan í dag hafi afneitað þeirri stefnu sem var við lýði í Rússlandi, en félagshyggjan sé samt sú að búa til ríki sem hafa ægis vald. Það sem er rangt við þetta er einfaldlega sú að félagshyggjan sem var við líði þar var kommúnismi, ekki jafnaðarmannastefna, og harðstjórn, ekki lýðræði. Það er ekki hægt að kenna jafnaðarstefnunni um það sem hún er ekki ábyrg fyrir. Kommúnismi er ekki jafnaðarstefna þó hún sé tengd henni, en sá kommúnismi sem var starfræktur í Svovétríkjunum sálugu var ekki sá kommúnismi.

Félagshyggja sem er í dag á Íslandi vill veita öllum þeim samgæði sem möguleiki er á, óháð efnahagi. Það er frelsi frá efnahagi, kyni, kynferði og kynþætti.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand