Stríðið í Írak

Sú stefna Sjálfstæðisflokksins, að styðja þær hörmungar sem eiga sér stað í Írak er vond stefna, en stefna engu að síður. Ef Framsóknarmenn ætla hins vegar að breyta sinni stefnu gangvart Íraksstríðinu verða þeir að fylgja því eftir í verki. Annað er vanvirðing gagnvart þeim hundruðum þúsunda manna, kvenna og barna sem hafa látið lífið í Írak, segir Þorsteinn Kristinsson varaformaður UJH.

Jón Sigurðsson formaður Framsóknarflokksins er þá loksins búinn að viðurkenna að stuðningur Íslendinga við innrásina í Írak voru mistök. Miðað við þau fagnaðarlæti sem brutust út á miðstjórnarfundi flokksins, þegar formaðurinn gaf út þessa yfirlýsingu, má gera ráð fyrir að hann hafi ekki verið einn á þessari skoðun. Þessi yfirlýsing væri að sjálfsögðu fagnaðarefni ef Framsóknarmenn hefðu manndóm í sér til þess að fylgja henni eftir í verki.


Jón Sigurðsson hefur verið formaður Framsóknar nú um nokkurt skeið og ef hann og aðrir í flokknum eru þessarar skoðunar, hvers vegna eru þeir þá fyrst að vekja máls á þessu núna? Hefur þetta eitthvað að gera með það að kosningar eru í nánd? Af hverju hafa Jón og aðrir Framsóknarmenn ekki talað fyrir því að nafn Íslands verði tekið af lista hinna staðföstu þjóða sem styðja Íraksstríðið? Er þetta mál ekki nógu mikilvægt til þess að þeir sjái ástæðu til að hrista upp í stjórnarsamstarfinu? Í þessu sambandi er rétt að minna á að samkvæmt hinu virta læknisfræðitímariti Lancet hafa, meira en 650 þúsund manns hafa látið lífið vegna Íraksstríðsins. Það er meira en tvöfaldur sá fjöldi sem okkar litla þjóð telur.


Í ríkisstjórnarsamstarfi verða flokkar stundum að gera málamiðlanir þegar þeir eru ósammála, en ef Jón Sigurðsson getur haft Íraksstríðið á samviskunni til þess eins að sitja í ríkisstjórn, þá lýsir það vel þeirri forgangsröðun og því ábyrgðarleysi sem Framsóknarflokkurinn hefur upp á að bjóða.


Sú stefna Sjálfstæðisflokksins, að styðja þær hörmungar sem eiga sér stað í Írak er vond stefna, en stefna engu að síður. Ef Framsóknarmenn ætla hins vegar að breyta sinni stefnu gangvart Íraksstríðinu verða þeir að fylgja því eftir í verki. Annað er vanvirðing gagnvart þeim hundruðum þúsunda manna, kvenna og barna sem hafa látið lífið í Írak, svo ekki sé minnst á allan þann fjölda sem á eftir að láta lífið á næstu misserrum í þeirra borgarastyrjöld sem þar geisar í dag.

Greinin birtist í Morgunblaðinu í dag.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand