[Ályktun] Fagna frumvarpi um takmarkanir á fjárframlögum til stjórnmálaflokka

Hefur það lengi verið baráttumál Ungra jafnaðarmanna að gegnsæi í fjármálum stjórnmálaflokka væri aukið enda eru þeir hornsteinar lýðræðis í landinu og forsenda heilbrigðrar og eðlilegrar þjóðmálaumræðu. Ungir jafnaðarmenn fagna tillögum nefndar forsætisráðherra er lúta að takmörkunum á fjárframlögum til stjórnmálaflokka og einstaklinga í prófkjörum. Hefur það lengi verið baráttumál Ungra jafnaðarmanna að gegnsæi í fjármálum stjórnmálaflokka væri aukið enda eru þeir hornsteinar lýðræðis í landinu og forsenda heilbrigðrar og eðlilegrar þjóðmálaumræðu, eins og kemur fram í skýrslu nefndarinnar. Mikilvægt er að flokkar og einstaklingar sem starfa innan þeirra séu fjárhagslega sjálfstæðir og þurfi ekki að treysta á framlög fjársterkra aðila til að geta kynnt stefnumál sín og áherslur.

Helsti galli frumvarpsins er þó sá að ekki er gert ráð fyrir framlögum til nýrra stjórnmálahreyfinga nema eftir kosningar, sem skekkir vissulega stöðu þeirra gagnvart þeim flokkum sem hafa fyrir sæti á þingi. Telja Ungir jafnaðarmenn mikilvægt að mæta þeim athugasemdum sem komið hafa fram vegna þessa, enda er jafn réttur til þátttöku í stjórnmálastarfi ein af grunnstoðum jafnaðarstefnunnar.

Það breytir því þó ekki, að á heildina litið eru tillögurnar af hinu góða. Er það mat Ungra jafnaðarmanna að ein af forsendum öflugs lýðræðs sé að almenningur hafi traust á þeim stofnunum og einstaklingum sem fara með völd í landinu og telja þeir að frumvarpið sé mikilvægur liður í að auka það traust og stuðla þannig að heilbrigðu lýðræðissamfélagi.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand