UJR telja aðgerðinar ákveðinn áfangasigur en þó þurfi að halda áfram á þessari braut og fylgja eftir þeim hugmyndum sem Samfylkingin hefur lagt fram á yfirstandandi þingi. Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík (UJR) fagna aðgerðum ríkisstjórnarinnar til lækkunar matarverðs á Íslandi en lýsa furðu sinni á því að þær skuli ekki koma til framkvæmda fyrr en rétt fyrir alþingiskosningar og virki því sem ódýrt kosningaloforð. Aðgerðinar séu í anda þeirra tillagna sem Samfylkingin einn flokka hefur lengi barist fyrir en ríkisstjórnarflokkarnir ávallt staðið gegn fram að þessu.
UJR telja aðgerðinar ákveðinn áfangasigur en þó þurfi að halda áfram á þessari braut og fylgja eftir þeim hugmyndum sem Samfylkingin hefur lagt fram á yfirstandandi þingi og sem feli í sér enn frekari lækkun á matvælaverði og auknum kjarabótum fyrir heimili landsmanna en tillögur ríkisstjórnarinnar feli í sér.