Galdramaðurinn Geir

Sölmundur Karl Pálsson fjallar um Haarde-leiðina sem gengur út á að slá á þenslu á aðeins þremur mánuðum. Þó svo að það séu kosningar næsta vor þá biður Sölmundur alla stjórnmálamenn í hvaða flokki sem er að láta af vonlausum loforðum í von um atkvæði. Það má segja það að við eigum galdramann, já hann Geir H. Haarde forsætisráðherra, virðist geta gert það ómögulega, það er að ná að slá á þenslu á aðeins þremur mánuðum, eða rétt svo. Það kom eins og köld vatnsgusa á mig þegar ég heyrði stefnuræðu Geirs H. Haarde, um að þar sem verðbólgan væri í rénum, þá gætu framkvæmdir hafist um leið, og getið þið hvað? Hann vill sjá framkvæmdir byrja við gatnamálakerfi höfuðborgarsvæðisins takk fyrir.

Ég man ekki betur en að í vor, þegar stjórnvöld ákváðu loks að hlusta á aðra með því að fresta framkvæmdum við tónlistarhús og öðrum framkvæmdum. Ég man ekki betur en að það þyrfti að fresta lengingu flugvallarins hér á Akureyri til þess að slá á þenslu. En í raun var aldrei slegið á frest framkvæmdum t.d. við byggingu tónlistarhús, ég veit ekki betur en að það hafi verið að vinna á fullu við að gera svæðið klárt. Nægir virkilega þrjá mánuði til þess að slá á þenslu hér á landi? Nei, ég myndi ekki halda það, en eins og allir vita, þá eru kosniggar næsta vor, og að sjálfssögðu er Geir auðvitað með þessum aðgerðum sínum að veiða atkvæði. Hvað annað?

En eitt skil ég þó ekki, þar sem Geir og félagar náðu að kæla hagkerfið á aðeins þremur mánuðum, af hverju þurfti þá að fresta framkvæmdum líka út í á landsbyggðinni? Það er nú þannig að þeir einu sem hafa fundið eitthvað fyrir þessu góðæri að einhverju marki eru höfuðborgarbúar og Egilsstaðir, fleiri staðir á landinu hafa ekki notið þessa góðæris. Það kemur mér spánkst fyrir sjónir að Geir hafi sérstaklega sagt að það ætti að hefja aftur framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu, en ekki t.d. að ákveða að byrja á að lengja braut Akureyrarflugvallar eins og áætlað var. En samt kemur þetta ekkert á óvart, því landsbyggðin situr alltaf á hakanum hjá stjórnmálamönnum, sem er jú ótrúlegt, þar sem við erum líka með atkvæðisrétt.

En aðalatriðið sem ég vill benda sérstaklega á er að þó svo að það séu kosningar næsta vor, þá bið ég alla stjórnmálamenn í hvaða flokki sem er, og þá sérstaklega hjá stjórnarflokkunum að gefa ekki of mörg loforð til þess eins að veiða atkvæði. Við verðum að koma hagkerfi okkar í jafnvægi, og það hjálpar ekki til ef menn ætla síðan að gefa loforð um hitt og þetta, sem geta hreinlega aukið á þenslunna í þjóðfélaginu. Það er best að gefa sem minnst af loforðum, og standa þá frekar við þau fáu loforð sem menn gefa. Það er oft sagt að stjórnmálamenn hugsi oftar en ekki einungis um sjálfan sig, til þess eins að koma sér áfram í kerfinu, ég vona þó svo sannarlega að það séu ekki allir þannig. Og ég vil trúa því að flestir stjórnmálamenn á Íslandi vinni að hagsmunum þjóðarinnar, en ekki einhverja hagsmunasamtaka. En eitt verða stórnarflokkanir og almennir stjórnmálamenn í komandi baráttu að hafa hugfast, að þó svo að stjórnmálamenn gefi fögur loforð sér fólk oftar en ekki í gegnum þær aðgerðir, en þó mismunandi fljótt. Stjórnmálamenn verða því að hafa í huga að þeir geti ekki platað alla alltaf, til þess eins að ná sér í atkvæði.

Greinin birtist á vefsíðu Ungra jafnaðarmanna á Akureyri – uja.is – sunnudaginn 8. október.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand