UJ fagna frumvarpi sem nýverið var lagt fram í annað sinn af Ágúst Ólafi Ágústssyni varaformanni Samfylkingarinnar um rannsóknarnefndir. Í ljósi umræðu seinustu daga og vikna um hleraranir undanfarin ár og áratugi telja UJ brýna þörf á allt verði dregið fram í dagsljósið og þessir atburðir gerðir upp í eitt skipti fyrir öll. Ungir jafnaðarmenn, ungliðahreyfing Samfylkingarinnar, fagna frumvarpi sem nýverið var lagt fram í annað sinn af Ágúst Ólafi Ágústssyni varaformanni Samfylkingarinnar um rannsóknarnefndir. Í ljósi umræðu seinustu daga og vikna um hleraranir undanfarin ár og áratugi telja Ungir jafnaðarmenn brýna þörf á allt verði dregið fram í dagsljósið og þessir atburðir gerðir upp í eitt skipti fyrir öll. Í frumvarpinu segir að Hæstiréttur tilnefni nefndarmenn og að rannsóknarnefndinni sé heimilt að leita eftir gögnum og upplýsingum sem kunna að skipta máli varðandi rannsóknina. Ungir jafnaðarmenn telja að með frumvarpinu sé verið að skapa verkfæri sem geti tekið á umdeildum málum í stað þess að skilja eftir fjölda spurninga ósvarað. Að lokum hvetja Ungir jafnaðarmenn Alþingismenn til að samþykkja frumvarpið hið fyrsta.
Fréttir
Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ
Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.