„Langreyður“ borgari

Jens Sigurðsson spyr af hverju níðist ríkisstjórnin svona á ferðamannaiðnaðnum? Þetta er sú atvinnugrein sem er í hvað örustum vexti og gefur þjóðinni mestar gjaldeyristekjur á eftir fisk og áli. Ferðamannaiðnaðurinn er mikilli uppsveiflu, þökk sé því frábæra fólki sem starfar við ferðaþjónustu og okkar fremstu listamanna sem hafa gert landið eftirsóknarvert í hugum þjóða heimsins. Af hverju þurfum við að eyðileggja það góða starf? Er það virkilega svo að 73% þjóðarinnar er fylgjandi hvalveiðum í atvinnuskyni? Og ef svo er mætti ég fá að vita hvernig var spurt í þeirri könnun. Það læðist að mér sá grunur að spurningin hafi hljóðað eitthvað á þessa leið: ,,ert þú fylgjandi því að Íslendingar hefji hvalveiðar í atvinnuskyni, ef hvalur væri eina lifandi skepnan sem eftir væri á jörðinni jafnframt því að hér brytist út kjarnorkustyrjöld og rafmagnskerfi landsins myndi lamast og við þyrftum að treysta á hvalspik í luktirnar okkar.“ Þá tel ég hugsanlegt 73% þjóðarinnar myndi segja já.

(H)valið er okkar
Við megum alveg veiða hval og við megum alveg sökkva hálendinu. Það er okkar þjóðlegi réttur, það má. Ég skil og fatta. En við megum líka alveg sleppa því. Við þurfum ekki að framkvæma alla slæma og illa ígrundaða hluti bara af því að við megum það.

Af hverju níðist ríkisstjórnin svona á ferðamannaiðnaðnum? Þetta er sú atvinnugrein sem er í hvað örustum vexti og gefur þjóðinni mestar gjaldeyristekjur á eftir fisk og áli.

Ferðamannaiðnaðurinn er mikilli uppsveiflu, þökk sé því frábæra fólki sem starfar við ferðaþjónustu og okkar fremstu listamanna sem hafa gert landið eftirsóknarvert í hugum þjóða heimsins. Af hverju þurfum við að eyðileggja það góða starf?

Krónur og aurar
Getur einhver upplýst mig um hvað við erum að græða á hvalveiðum?

Munu hvalveiðar taka hér við af ferðamannaiðnaði og bæta upp fyrir yfirvofandi gjaldeyrismissi? Munu hvalveiðar vekja áhuga ferðamanna á að sækja landið heim?

Munu hvalveiðar laða hingað erlent listafólk og opna dyr fyrir íslensk útflutningsfyrirtæki? Ég leyfi mér að efast.

Ráðamenn þjóðarinnar hafa ekki einu sinni svarað afdráttarlaust hvort það sé markaður fyrir þessar skepnur! Markaðurinn fyrir hvalkjöt afmarkast við Færeyjar og Japan.

Í Færeyjum búa 70.000 manns, þannig að þeir einir kaupa vart allar okkar afurðir? En hvað með Japani? Tja, jamm og jæja, þeir hafa a.m.k. ekki gefið okkur skýrt svar.

Við erum þó fullvissuð um að sjávarútvegsráðuneytið og Hvalur hf. í sameiningu eru að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að pranga þessum langreyðum upp á Japani. Þetta er fyrirtaks markaðshyggja: ,,ef markaðurinn er ekki til, þá bara búum við hann til!“

Slátrað í beinni
Já, og svona fyrst við erum farin að stunda þessar veiðar sem fara svona fyrir brjóstið á helstu viðskiptalöndum ferðaiðnarins, væri nokkuð möguleiki á að hætta beinni útsendingu frá því þegar hver einasta skepna er skorin og sundurtætt á meðan lýðurinn kætist allt umhverfis? Ég held að það sé ekki heldur til þess fallið að hjálpa ferðamannaiðnaðnum? Ekki eru sýndar myndir úr sláturhúsum í hvert skipti sem fjallað er um landbúnað í fréttum.

Upplýsingar?
Hefði nokkuð verið til of mikils ætlast að láta ferðamannaiðnaðinn a.m.k. vita að þessar veiðar væru yfirvofandi? Þá hefði verið hægt að ráðast í fyrirbyggjandi aðgerðir og reynt að sporna gegn þeirri ímyndareyðileggingu sem nú er markvisst stunduð gegn landi og þjóð.

Hefði það verið voða mikið mál að láta t.d. utanríkisþjónustuna vita nokkrum mánuðum fyrr og nýta sendiráðin okkar til að kynna þessa ákvörðun fyrir þeim þjóðum sem við vissum fyrirfram að myndu hafa hvað harðasta andstöðu við veiðarnar?

Eða var ákvörðunin kannski bara eitthvað flipp og djók, sem Einari og Kristjáni datt í hug á karlakvöldi í Valhöll?

Verða allar ákvarðanir þessarar ríkisstjórnar að vera teknar í fáum útvöldum í luktum bakherbergjum?

Verður alltaf að hafa betur fyrir okkur?

Er þetta kannski ákvörðun sem þjóðin hafði átt að melta með sjálfri sér í upplýstri umræðu? Svörin virðast vera: ,,Já, já og nei.“

Höfundur er formaður Ungra jafnaðarmanna í Kópavogi og sækist eftir 4. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand