Yfirveguð ESB nefnd

imagesEkki virðist vanta yfirvegun og fagmennsku við skipun samninganefndar Íslands við ESB, sem Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, tilkynnti um í gær. Nefndin atarna er vel mönnuð og almennt virðast nefndarmenn vera ákaflega vel hæfir. Allt tal um óðagot við aðildarferlið virðist missa því marks.

images

Jæja, þá er hinni langþreyttu spurningu um hvort við eigum að sækja um aðild að ESB svarað. Aðildarumsókn hefur verið skilað inn, hún samþykkt af ráðh

erraráðinu og ferlið hafið. Spurningarlistar hafa verið sendir til heimahúsanna og það verður að segjast að það hyllir undir Brussel og samninganefndin til að taka okkur síðasta spölinn hefur nú verið skipuð.

Sá er þetta ritar hefur ekki endanlega gert upp hug sinn hvort hann vill inngöngu í Evrópusambandið eður ei, frekar en fjölmargir innan Samfylkingar. Nú kann einhver að reka upp stór augu, og hvá að hér sé farið með stórkostlegar fleipur, en það er einfaldlega þannig að ég, líkt og allir aðrir, veit ekki nákvæmlega hvað þessi aðild mun fela í sér. Til þess þurfum við að semja. Samfylkingin hefur alltaf verið fylgjandi umsókninni enda teljum við vel mögulegt að ná hagstæðum samningum, en þetta eru líklega mikilvægustu samningaumleitanir vorra tíma sem láta IceSave ferlið blikna í samanburði. Því var mikið fagnaðarefni þegar Utanríkisráðherra tilkynnti í gær um nefndina sem mun leiða viðræðurnar fyrir Íslands hönd.

Nefndin atarna er nefnilega vel mönnuð og á heimasíðu Utanríkisráðuneytisins má skoða nánari afrek einstakra nefndarmanna. Almennt virðast nefndar menn vera ákaflega vel hæfir til að sinna starfanum og ætti enginn að geta dregið hæfi þessa fólks í efa.

Til að nefna fáa, þá þarf vart að efast um hæfi Más Guðmundssonar seðlabankastjóra (nema auðvitað þú sért dyggur stuðningsmaður þess fyrrverandi), Ragnhildur Helgadóttir er einn okkar helsti lagaspekúlant og sérfróð um mannréttindi og stjórnarskrá og auðvitað er Þorsteinn Pálsson sérleg rúsína í hinum feita pylsuenda og mikill fengur að honum.

En áhugaverðast er hugsanlega að skoða þá tvo sem að bera hitann og þungan af tveimur erfiðustu málaflokkunum, sjávarútvegsmálum annarsvegar og landbúnaðarmálum hins vegar. Fyrir sjávarútvegmálunum fer einn okkar reyndasti samningamaður á því sviði Kolbeinn Árnason, lögfræðingur. Kolbeinn þessi hefur helst unnið sér til frægðar að hafa verið skrifstofustjóri sjávarútvegsráðuneytisins og kannski líka fyrir að hafa verið hrósað af Birni Bjarnasyni (“Ég geri ekki lítið úr gildi góðra samningamanna og einn þeirra er Kolbeinn Árnason, lögfræðingur, sem hefur komið að samningum um sjávarútvegsmál á vegum sjávarútvegsráðuneytisins”). Ég hef fulla trú á því að ef einhverjum tekst að ná hagstæðum samningum, þá er það þessi góði maður.

Þá er það hann Sigurgeir Þorgeirsson sem sér um landbúnaðarmálin. Hann er nú alvöru einstaklingur og var meðal annars framkvæmdastjóri Bændasamtakanna í eins og tólf ár og sérfræðingur hjá RALA í sauðfjárbúskap í eins og ein tíu ár þar áður. Því ætti engum að dyljast að hann er maður sem veit allt, nákvæmlega allt um íslenskan landbúnað og mun heldur betur reyna eftir bestu getu að verja hann með ráðum og dáðum.

Eftir að hafa rennt yfir þetta sá ég að ekki var ástæða til að hafa miklar áhyggjur, enda valinn maður í hverju rúmi undir flottri forystu Stefáns Hauks Jóhannessonar sendiherra og jafnvel enn flottari varaforystu.

En bíddu nú við, gæti einhver sagt, þetta fólk er hugsanlega andsnúið ESB og því er hætta á því að þau muni reyna að spilla samningum ef kostur er, því er þetta gríðarlega veik nefnd.

Svona úrtölufólki er einfalt að svara, því ef svo færi að samningurinn væri samþykktur hér á endanum, sem er allt eins líklegt, að þá er nú heldur betur eins gott að samningurinn sé í lagi. Því hef ég fulla trú á því að þessir einstaklingar, allir sem einn, munu leggja sig hart fram við að ná þeirri niðurstöðu sem hægt er. Fyrir utan það að sá sem ekki þarf á hinum að halda, er mun beittari samningamaður en ella.

Þegar það liggur fyrir, mun ég og aðrir góðir Samfylkingarmenn leggjast yfir samninginn og meta hvort hann þjóni Íslenskum hagsmunum. Fyrr en hann liggur fyrir munum við ekki taka endanlega afstöðu hvort við bönkum uppá formlega. Þó ég viðurkenni fúslega að ég renni hýru auga til Evrunnar, enda krónan orðinn fjötur en ekki þræll.

En það er víst efni í aðra grein…

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand