Græna stóriðjan

björgvin g._2

Aðsend grein eftir Björgvin G. Sigurðsson, þingflokksformann Samfylkingarinnar, þar sem fjallað er um stöðu garðyrkjubænda. „Það er til mikils að vinna að efla stöðu garðyrkjunnar með því að selja henni rafmagn á stóriðjuverði. Þá eru henni allir vegir færir og þarf ekki á annarri vernd eða stuðningi að halda,“ segir m.a. í lok greinarinnar.

Aðsend grein eftir Björgvin G. Sigurðsson, þingflokksformann Samylkingarinnar

björgvin g._2Í vikunni vöktu garðyrkjubændur athygli á stöðu sinnar merku, gjaldeyrissparandi hollustugreinar: Heilsársræktun á grænmeti. Á þeim 20 árum sem slík starfsemi hefur verið stunduð árið um kring hefur hún margfaldast að burðum þannig að nú starfa á annað þúsund manns við greinina, hún veltir milljörðum, sparar háar fjárhæðir í heilbrigðiskerfið og eykur hirslur gjaldeyris umtalsvert þar sem ekki þarf að flytja góðmetið inn frá útlöndum.

Greinin býr hinsvegar við krappari kjör en áður þar sem rafmagn er undirstaða heilsársræktunar á grænmeti og blómum. Vilji stjórnvalda stendur til þess að bæta stöðu þeirra verulega og tel ég að besta leiðin til þess sé að skilgreina garðyrkjubændur sem stórnotendur og þar með sérstakan garðyrkjutaxta á rafmagn. Það er engin sanngirni fólgin í því að álframleiðsla og önnur stóriðja sæti öðrum og betri kostum en sú græna.

Því tel ég að sérstakur garðyrkjutaxti á rafmagn sé ásættanlegasta niðurstaðan í málinu. Bæði fyrir bændur og stjórnvöld sem um leið tryggja í sessi og stórefla eina af grunngreinum landbúnaðarins.

Þess má að auki geta að líkast til verða í neinni grein til fleiri störf fyrir lægri fjárhæðir en í garðyrkju. Líkur hafa verið leiddar að því að á móti einu starfi í stóriðju verði til sex störf í garðyrkju fyrir sama kostnað. Allt bendir til þess að greinin geti margfaldast að burðum og eflst verulega. Til þess þarf hinsvegar að skap henni aðstæður til eflingar. Þær felast fyrst og fremst í því að selja garðyrkjunni rafmagn á stóriðjutaxta.

Garðyrkjan er ein að helstu vaxtagreinum landbúnaðarins og það hefur verið nokkuð magnað að fylgjast með því hvað íslenskir neytendur sækja í vöruna og velja hana hiklaust fram yfir ódýrari innflutta ef hvoru tveggja er í boði. Enda er um að ræða mikla gæðaræktun. Því er velgengi garðyrkjunnar einnig afar mikilvægur þáttur í því að efla atvinnu- og mannlíf á landsbyggðinni, sem ekki er vanþörf á.

Það er til mikils að vinna að efla stöðu garðyrkjunnar með því að selja henni rafmagn á stóriðjuverði. Þá eru henni allir vegir færir og þarf ekki á annarri vernd eða stuðningi að halda. Því er til mikils unnið að ná niðurstöðu í málefni þeirra og hef ég lagt fram fyrirspurn á Alþingi til landbúnaðarráðherra um málið. Þá hefur iðnaðarráðherra tekið vel utan um máið og vinnur að ötullega að því sem að henni snýr. Katrín ráðherra fundaði í gær með fulltrúa garðyrkjubænda og bind ég miklar vonir við að náist góð niðurstaða í mál þeirra á næstunni.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand