Ungir jafnaðarmenn fordæma árásir á skrifstofur stjórnmálaflokka og á bíl við heimili borgarstjóra. Árásirnar eru alvarlegar og ekki síst þegar þær beinast að einstaka stjórnmálamönnum. Þær eru dæmi um ofbeldi sem ógnar okkar lýðræðislega samfélagi. Landshreyfingin hvetur til aðgátar í orðræðu um kjörna fulltrúa og aðra þátttakendur í stjórnmálum á Íslandi.
Ungir jafnaðarmenn senda hlýjar og hjartnæmar kveðjur til borgarstjóra og fjölskyldu.