Vogun vinnur, vogun tapar

Um klukkan tíu í gærmorgun, þegar barnatíminn hafði leyst af svefndrukkna og þrautseiga fréttamenn, voru úrslit Alþingiskosninganna 2003 ljós. Það voru blendnar tilfinningar eftir langa nótt sem eftirlifðu líklega hjá flestum kjósendum. Um klukkan tíu í gærmorgun, þegar barnatíminn hafði leyst af svefndrukkna og þrautseiga fréttamenn, voru úrslit Alþingiskosninganna 2003 ljós. Það voru blendnar tilfinningar eftir langa nótt sem eftirlifðu líklega hjá flestum kjósendum.

Kosningabaráttan var búin að dynja á landsmönnum í öllum upplýsingamiðlum þjóðarinnar og margir því orðnir óþreyjufullir að fá að vita hver niðurstaðan yrði. Ekki var samfylkingafólk undanskilið því. Ingibjörg datt út alveg í lokin og ljóst var að ríkisstjórnin héldi velli. Þó með miklu tapi Sjálfstæðiflokksins sem var og er höfuðandstæðingur flestra stjórnarandstöðuflokka landsins. Þrátt fyrir að ríkisstjórnin héldi velli tala stjórnmálaskýrendur um sögulegar kosningar. Á Íslandi hefur fæðst flokkur sem er raunveruleg mótstaða við Sjálfstæðisflokkinn; flokkur jafnaðarmanna á stærð við frændflokka sína á Norðurlöndunum.

Sigur fyrir Samfylkinguna
Þegar skoðuð er staða Samfylkingarinnar eftir þessar kosningar, er ljóst nú hefur verið byggður upp flokkur sem hefur rofið 30% múrinn margumtalaða. Í Reykjavík fór það ekki á milli mála að styrkur okkar var mikill, enda þar á lista sterkir stjórnmálamenn og ekki var það síst sá ómetanlegi liðstyrkur Ingibjargar Sólrúnar. Ljóst er að með hana innanborðs er Samfylkingin enn sterkari en nokkru sinni fyrr. En auk þess að hafa þingmann Samfylkingarinnar í fyrsta sæti í Reykjavík norður, vann Samfylkingin frábæran sigur í Suðurlandskjördæmi þar sem Margrét Frímansdóttir er fyrsti þingmaður og nýtur Margrét fulltyngis þriggja annarra góðra samfylkingamanna.

Ósigur Sjálfstæðisflokks
Það er sjálfsagt auðveldast að túlka tap Sjálfstæðisflokksins sem sigur Samfylkingarinnar, en þó telur undirrituð slíka túlkun alranga. Á síðustu fjórum árum hefur þeim sjálfum tekist – án nokkurrar hjálpar Samfylkingarinnar – að draga fylgi sitt langt niður fyrir kjörfylgi sitt. Það hefur flokkurinn gert með eigin stefnu og stjórnunaraðferðum sem færast lengra og lengra til hægri. Komið hefur í ljós nú leita 7% stuðningsmanna flokksins annað. Það er því augljóst að stór hluti fyrrum kjósenda Sjálfstæðisflokksins einfaldlega hafnar slíkri stefnu og stjórnunaraðferðum. Þessir sömu kjósendur telja að atkvæði sínu sé betur borgið hjá Samfylkingunni eða öðrum flokkum og er það út af fyrir sig að einhverju leyti sigur Samfylkingarinnar.

Sigur Ungra jafnaðarmanna
Ungir jafnaðarmenn lögðu mikla áherslu á í prófkjöri flokksins fyrir kosningarnar að unga fólkinu í flokknum væri sýnt traust til að taka virkan þátt í að mynda stóran þingflokk. Þessarri ósk var svo sannarlega vel tekið, en þrír þingmenn Samfylkingarinnar koma úr röðum Ungra jafnaðarmanna. Þetta eru þau Ágúst Ólafur Ágústsson, formaður UJ, sem skipar 4. sæti í Reykjavík suður. Björgvin G. Sigurðsson, sem skipar 3. sæti í Suðurkjördæmi, en hann er sannkallaður forsprakki ungliðahreyfingarinnar og Katrín Júlíusdóttir, sem skipar 3. sæti í Suðvesturkjördæmi, en hún er fyrrverandi formaður UJ. Þetta eru sérstaklega góðir fulltrúar ungs fólks á Alþingi Íslendinga og eiga þau vafalaust eftir að láta í sér heyra um málefni sem snerta ungt fólk.

Framhaldið
Flokkurinn býður nú upp á 20 manna þingflokk sem státar af níu konum og auk þess þrjá þingmenn sem koma frá Ungum jafnaðarmönnum. Það er mikill styrkur fyrir jafnaðarmannaflokk að bjóða upp á fulltrúa allra aldurshópa og af báðum kynjum. Þá er flokkurinn samansettur af ólíku fólki með mismunandi reynslu og þekkingu að baki. Slík breidd rennur stoðum undir fulltrúalýðræði þjóðarinnar.

Enn betra tækifæri er framundan til þess að koma stefnu Samfylkingarinnar á framfæri núna, þegar fleiri raddir hafa bæst í jafnaðarmannakórinn á Alþingi. Það er því verkefni þingflokksins að stilla saman raddir sínar og þenja þær hátt og snjallt yfir hausamótunum á hinum þingmönnum þingsins næstu fjögur árin.

Myndir af kosningavöku Samfylkingarinnar á Brodway

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand