Þitt er valið

Í dag kjósum við. Þá ræðst hverja þjóðin velur til forystu í íslensku samfélagi næstu fjögur árin. Það eru gömul sannindi og ný að enginn á neitt í pólitík. Umboðið til valda, sem fólkið í landinu veitir flokkum og einstaklingum, rennur út á fjögurra ára fresti. Þá er valdið fólksins og hver og einn gerir það upp við sig hvernig atkvæði er varið. Í dag kjósum við. Þá ræðst hverja þjóðin velur til forystu í íslensku samfélagi næstu fjögur árin. Það eru gömul sannindi og ný að enginn á neitt í pólitík. Umboðið til valda, sem fólkið í landinu veitir flokkum og einstaklingum, rennur út á fjögurra ára fresti. Þá er valdið fólksins og hver og einn gerir það upp við sig hvernig atkvæði er varið.

Það er hlutverk okkar sem erum í framboði að koma til skila stefnu okkar, markmiðum og framtíðarsýn. Við það verk höfum við notið hjálpar fjölmargra stuðningsmanna og fyrir það erum við þakklát. En það er kjósenda að taka ákvörðun um framtíðina. Þannig er kosningabarátta að mörgu leyti lík löngu og yfirgripsmiklu atvinnuviðtali þar sem þjóðin vegur og metur hverjum hún treystir best til að þoka samfélaginu í þá átt sem hver og einn telur farsælast. Þeir sem veljast til verksins eiga að starfa í umboði þjóðarinnar, valdið sem þeim er falið er ekki þeirra, það er þjóðarinnar.

Það skiptir þjóðina verulegu máli hvernig farið er með þetta vald. Er tekið mið af vilja fólksins þegar ákvarðanir eru teknar? Er heildarhagsmuna eða sérhagsmuna gætt við ákvarðanatöku? Þetta eru lykilspurningar í stjórnmálum, sem hver og einn verður að spyrja þegar mat er lagt á árangur í stjórnmálum.

Samfylkingin er flokkur sem berst fyrir almannahagsmunum en ekki sérhagsmunum, við erum í stjórnmálum til að hrinda í framkvæmd framtíðarsýn um þjóðfélag sem byggir á mannvirðingu, skýrum leikreglum, jafnrétti, samráði og stöðugu efnahagsumhverfi.

Til þess að gera þessa framtíðarsýn að veruleika höfum við markað okkur skýra stefnu. Við teljum brýnt að endurskoða fjölmargt í ríkisrekstrinum og snúa sjónarhorninu frá stofnunum hins opinbera og að einstaklingunum og rétti þeirra til þjónustu. Það þarf að gera allar leikreglur í opinberri þjónustu skýrari, einfaldari og gagnsærri og skýra rétt fólks til þjónustu, hvort sem um er að ræða heilbrigðisþjónustu, menntun, almannatryggingar eða aðra samfélagsþjónustu.

Við höfum í þessari kosningabaráttu fjallað mikið um kynbundið launamisrétti og kynbundna mismunun við stöðuveitingar. Þetta eru augljós dæmi um óréttlæti sem vinna þarf á. En kynbundin mismunun er ekki sérmál kvenna. Karlar glíma einnig við vandamál sem eru kynbundin. Það er áhyggjuefni að skólakerfið virðist ekki koma til móts við þarfir og óskir drengja. Rannsóknir sýna að þeim líður verr í skóla og þeir sækja sér síður framhaldsmenntun en stúlkur. Á þessu þarf að taka. Annað dæmi er það háa hlutfall ungra karlmanna sem þurfa á aðstoð félagsþjónustunnar að halda. Þetta eru oft menn sem búa einir en eiga börn sem þeir borga meðlög með og sinna umgengni við. Ekkert tillit er tekið til þess hjá hinu opinbera að þeir eru foreldrar og hafa bæði fjárhagslegum og uppeldislegum skyldum að gegna. Á þessu þarf að taka, en án þess að etja saman forræðislausum foreldrum og þeim sem fara með forræði barna.

Byggðaþróun í landinu er líka viðfangsefni sem ekki hefur verið tekið á með heildstæðum hætti. Þegar við horfum til byggðarþróunar er nauðsynlegt að líta á landið í heild, byggðamál eru ekki sérmál landsbyggðarinnar heldur mál sem varðar okkur öll og skiptir verulegu máli hvað varðar efnahagslega afkomu þjóðarinnar. Við þurfum að skilgreina hlutverk og skyldur landssvæða, byggðakjarna og höfuðborgarsvæðis og byggja upp sérstöðu og sérhæfingu á hverju svæði. Það er mikilvægt að Íslendingar eigi raunverulegt val um það hvar þeir búa og starfa og öllum séu tryggð lífsgæði eins og þau best gerast óháð búsetu. Jafnræði milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar verður aldrei tryggt nema spornað sé gegn stöðugu verðfalli eigna á landsbyggðinni.

Við erum þess fullviss að samkeppnisstaða Íslands í samfélagi þjóðanna felst í hærra menntunarstigi þjóðarinnar. Ef við eigum að geta staðið jafnfætis öðrum þjóðum í framtíðinni, hvort sem er í efnahagslegu tilliti eða menningarlegu, þarf menntunarstig þjóðarinnar að vera sambærilegt því sem gerist í nágrannalöndunum. Til þess að svo megi verða þurfum við að stórefla menntakerfið. Þess vegna leggur Samfylkingin höfuðáherslu á að auka framlög til menntamála um 12 milljarða á næsta kjörtímabili með það að markmiði að eftir átta ára menntasókn hafi þeim fjölgað um 25% í hverjum árgangi sem ljúka prófi frá framhaldsskóla og háskóla.

Við uppbyggingu menntakerfisins verður sérstaklega litið til fjölbreyttara námsvals og eflingar á verk- og tæknimenntun. Við höfum það markmið að laða fleiri að námi með því að skapa umhverfi sem hvetur til menntunar, leggja af ábyrgðarmannakerfi Lánasjóðs íslenskra námsmanna og gera hluta af endurgreiðslum námslána frádráttarbæra frá skatti í 7 ár eftir að námi líkur svo eitthvað sé nefnt. Hagfræðingar bæði við Háskóla Íslands og Háskólann á Bifröst hafa reiknað út að landsframleiðsla á næstu átta árum muni aukast um 1% við þessar aðgerðir, en það er ámóta aukning og álver Alcoa og Kárahnjúkavirkjun mun skila þegar fram líða stundir. Kennslustofurnar eru því orkuver framtíðarinnar.

Ég vona að við eigum þessa framtíðarsýn sameiginlega. Við í Samfylkingunni lítum björtum augum til framtíðar. Við sjáum tækifæri og möguleika við hvert fótmál en það þarf bjartsýni, sköpunarkraft og áræðni til að gera þá að veruleika. Framtíðin hefst á morgun og ég vona að þú takir þátt í því að móta hana með okkur.

Ég þakka öllum stuðningsmönnum Samfylkingarinnar fyrir stuðning og samfylgd í þessum kosningum og vona að kjördagurinn og kosninganóttin verði þeim uppspretta fögnuðar.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand