Vitræn umræða óskast!

Vera varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli er mönnum tíðrætt umræðuefni nú sem endranær. Skoðanir fólks á málinu eru jafnskiptar og þær eru margar og verður ekki farið út í það hér. Hinsvegar er nú farið að tengja veru varnarliðsins og hvernig samstarfinu við þá er háttað í auknu mæli við veru Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýrinni. Vera varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli er mönnum tíðrætt umræðuefni nú sem endranær. Skoðanir fólks á málinu eru jafnskiptar og þær eru margar og verður ekki farið út í það hér. Hinsvegar er nú farið að tengja veru varnarliðsins og hvernig samstarfinu við þá er háttað í auknu mæli við veru Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýrinni.

Hinir ,,árangursríku” fundir
Davíð Oddsson kom nýlega af fundi með fráfarandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Colin Powell, glaður í bragði og tjáði mönnum frá gríðarlega árangursríkum fundi þeirra. Nú er það kannski ég sem er vitlaus – en ekki gat ég greint neinn tímamótaárangur af þessum fundi. Það eina sem kom út úr honum var frekari frestun á niðurstöðum og eflaust halda Bandaríkjamenn áfram að reyna að lauma sér út bakdyrameginn.

Erum við ekki eitt ríkasta ríki í heimi?
Það liggur alveg ljóst fyrir að ef við ætlum að hafa varnarliðið áfram þurfum við í auknu mæli að fara að taka þátt í rekstrarkostnaði flugvallarins. Það er ekki hægt að ætlast til þess af Bandaríkjamönnum að þeir ætli að styðja okkur hérna eins og eitthvað þróunarríki með því að halda úti gagnslausri starfsemi. Það hefur því komið til umræðu að Íslendingar standi sjálfir undir kostnaði við rekstur Keflavíkurflugvallar að miklu meira leyti. En auðvitað er dýrt fyrir Íslendinga að reka alþjóðaflugvöll og því yrði það auðvitað algjör fásinna að halda einnig úti starfsemi Reykjavíkurflugvallar með tilheyrandi kostnaði. Eina vitið er því að fara að leggja drög að flutningi innanlandsflugsins til Keflavíkur en það þarfnast víst þónokkura breytinga á mannvirkjum og skipulagi á Keflavíkurflugvelli. Leyfi Reykjavíkurflugvallar rennur út árið 2016 og allt tal um að fara að reisa nýja flugstöðvarbyggingu í Vatnsmýrinni er þvílík skammsýnisvitleysa að manni fallast í raun hendur.

Umræða á villigötum
Þeir sem helst berjast fyrir áframhaldandi veru flugvallarins í Reykjavík hafa bent á öryggisþætti eins og t.d. sjúkraflugið og vegalengdina til Keflavíkur. Til að koma til móts við það mætti jafnvel styrkja heilbrigðisþjónustu í Keflavík eða nágrenni til að standa undir þeim kröfum. Umræðan um langan akstur til Keflavíkur frá höfuðborgarsvæðinu er mjög afstæð. Eftir tvöföldun Reykjanesbrautar verður Hafnfirðingurinn sennilega fljótari að sækja ættingja sinn út á Keflavíkurflugvöll heldur en hann yrði að sækja hann í Vatnsmýrina. Aukin dreifing byggðar í Reykjavík veldur því einnig að staðsetning vallarins í Vatnsmýrinni fer að skipta æ minna máli. Það er auðvitað líka aðalástæðan fyrir hinni gríðarlegu dreifðu og óhagkvæmu byggð í útnárum borgarinnar sem að miklu leyti hefði getað rúmast í Vatnsmýrinni.

Færum okkur á hærra plan
Það virðist því miður ætla að verða lenska hjá núverandi stjórnvöldum að grenja út alls kyns bitlinga og undanþágur eins og eitthvað 3. heims ríki, t.d. aukna mengunarkvóta. Það ekki spurning um hvort heldur hvenær við þurfum að fara að standa undir okkar eigin alþjóðaflugvelli og er eins gott að fara að sýna það í verki að við séum ein ríkasta þjóð í heimi eða er yfirdráttarheimildin að verða búin.

Ég óska hér með eftir vitrænni umræðu með vott um framtíðarsýn.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand