Pólitískir hæfileikar Bush

Það er núna rétt tæpur mánuður síðan Bush náði endurkjöri og ég er enn í sjokki, það miklu sjokki að ég sé mér ekki fært að skrifa um nýjan eða fráfarandi borgarstjóra, um glórulaus ummæla utanríkisráðherra, um forsetakosningarnar í Úkraínu né nokkuð annað. Ég get einfaldlega ekki hætt að hugsa um kosningarnar í Bandaríkjunum. Eftir því sem ég hugsa meira um þeir hefur ein staðreynd orðið sífellt skýrari og skýrari, staðreynd sem flestir skoðannabræður og -systur mínar munu eflaust vera ósammála. Bush er einn af fjórum hæfileikaríkustu stjórnmálamönnum Bandaríkjanna undanfarin 60-70 ár. Það er núna rétt tæpur mánuður síðan Bush náði endurkjöri og ég er enn í sjokki, það miklu sjokki að ég sé mér ekki fært að skrifa um nýjan eða fráfarandi borgarstjóra, um glórulaus ummæla utanríkisráðherra, um forsetakosningarnar í Úkraínu né nokkuð annað. Ég get einfaldlega ekki hætt að hugsa um kosningarnar í Bandaríkjunum. Eftir því sem ég hugsa meira um þeir hefur ein staðreynd orðið sífellt skýrari og skýrari, staðreynd sem flestir skoðannabræður og -systur mínar munu eflaust vera ósammála. Bush er einn af fjórum hæfileikaríkustu stjórnmálamönnum Bandaríkjanna undanfarin 60-70 ár.

Af hverju segi ég þetta? Lítum aðeins á málið. George W. Bush hefur á tíu árum ekki aðeins unnið einar heldur þrjár stórar, umtalaðar kosningar sem langflestir stjórmálamenn hefðu tapað. Árið 1994 án nokkurar reynslu í stjórnmálum, vann hann vinsælan sitjandi ríkisstjóra í næst fjölmennasta ríki Bandaríkjanna. Sex árum síðar vann hann sitjandi varaforseta á tímum friðar og velsældar. Í síðasta mánuði vann hann kosningar þrátt fyrir niðursveiflu í efnahagslífinu, óvinsælt stríð og fjársterkan andstæðing.

Rove ekki eina ástæðan
Margir benda á að Bush hefur alist upp við tækifæri og aðstæður sem fæstum dreymir um. Auðæfi, frægt fjölskyldunafn og ótrúlegur fjöldi heppilegra tengsla og sambanda. Þótt þetta sé alveg rétt er það staðreynd að þetta er ekki nóg. Synir FDR urðu aldrei forsetar, David Eisenhower varð aldrei forseti og börn Ronalds Reagans urðu aldrei pólitískir stórlaxar. Aðrir segja að Karl Rove eigi mestan ef ekki allan heiðurinn af kosningum Bush. En heldið þið virkilega að strengjabrúða geti unnið Ann Richards, Al Gore og John Kerry? Auðvitað hefur Rove verið honum ómetanleg hjálp en það hafa aðrir ráðgjafar gert í gegnum tíðina, nægir þar að nefna Dick Morris, Lee Atwater og Michael Deaver. Pólitík snýst jafn mikið um persónuna og herkænskuna, ef þú ert ekki manngerðin í toppbaráttu þá tapar þú á endanum. Ef ekki á móti Richards, þá á móti Gore og annars alveg örugglega á móti Kerry.

Fimm kostir Bush
Í stað þess að útskýra velgengni Bush með fjölskyldunafninu eða Rove er mun raunsærra að líta á kosti Bush sjálfs, þar af eru fimm sem ég tel að hafi skipt sköpum.
(1) Gríðarlega öflugur í öllu innra flokksstarfi (fjáröflun og þess háttar).
(2) Hann setur fram einfalda skýra stefnu (hversu röng sem hún kann að vera) sem fólk á auðvelt með að skilja og samsama sig með.
(3) Góður að laða að sér, stjórna og nota hóp úrvals ráðgjafa (Rove, Ken Mehlman, Ed Gillespie, Karen Hughes, Matthew Dowd og fleiri).
(4) Óhræddur við að ráðast og ómerkja andstæðinga sína á mjög árangursríkann hátt (Kerry = vindhani, giftingar samkynhneigðra).
(5) Óhræddu við að taka áhættur (umdeild frumvörp og ummæli sem láta Davíð líta út fyrir að vera engil).

Ég er ekki að segja þetta til þess að styðja Bush eða hans stefnu en fyrir alla þá sem fylgjast með stjórnmálum af alvöru er vert að taka eftir hæfileikum og afrekum þegar þau gerast beint fyrir framan nefið á okkur. Í raun er óhætt að segja að aðeins þrír menn hafi haft viðlíka hæfileika og Bush undanfarin 60 ár. Bill Clinton 1992, 1996 og aftur 1998-1999, Reagan bæði 1980-1988 og 1976-1980 á milli forsetakosninga, JFK í kosningabaráttunni 1960 og LBJ í lagabreytingum sínum 1963-1966.

Stóra myndin
Kosningasigur Bush var merkilegur. Enn merkilegri verða næstu fjögur ár, þessi fjögur ár verða e.t.v. þau afdrifaríkustu síðan 1963. Með öll þau stóru mál sem liggja fyrir Bush mun hann án efa nýta sér pólitíska innistæðu sína (orðalag hans sjálfs… political capital) og hæfileka sína til þess að koma erfiðum málum í gegnum þingin, sérstaklega í ljósi aukins meirihluta Repúblikana í báðum deildum, til þess að gera einhverjar mestu, róttækustu og verstu að margra mati breytingar á stefnu Bandaríkjanna innanlands sem utan í 40 ár.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand