[SamViskan] Frá Falluja til SPRON

Allt frá því snemma í sumar höfum við fylgst með fréttum frá írösku borginni Falluja. Við heyrum af brotum bandarískra hermanna á Genfarsáttmálanum, miklu mannfalli óbreyttra borgara í Falluja og aðgerðir sem í fjölmiðlum er jafnan orðað eins og eitthvað sem sé bara sjálfsagt mál – að íraskir skæruliðar séu stráfelldir af Bandaríkjamönnum sem njóta mikilla tæknilegra yfirburða. Í stórri árás á borgina fyrir skemmstu drápu hersveitir Bandaríkjamenn 800 – 1000 af 1200 uppreisnarmönnum undir vopnum í borginni. Þeir voru stráfelldir. Var í alvörunni ekki hægt að handsama þessa menn á lífi? Liggur hersveitum Bush svo mikið á að ekki mátti eyða tíma í að neyða uppreisnarmennina til uppgjafar? Falluja – nýtt Víetnam?
Allt frá því snemma í sumar höfum við fylgst með fréttum frá írösku borginni Falluja. Við heyrum af brotum bandarískra hermanna á Genfarsáttmálanum, miklu mannfalli óbreyttra borgara í Falluja og aðgerðir sem í fjölmiðlum er jafnan orðað eins og eitthvað sem sé bara sjálfsagt mál – að íraskir skæruliðar séu stráfelldir af Bandaríkjamönnum sem njóta mikilla tæknilegra yfirburða. Í stórri árás á borgina fyrir skemmstu drápu hersveitir Bandaríkjamenn 800 – 1000 af 1200 uppreisnarmönnum undir vopnum í borginni. Þeir voru stráfelldir. Var í alvörunni ekki hægt að handsama þessa menn á lífi? Liggur hersveitum Bush svo mikið á að ekki mátti eyða tíma í að neyða uppreisnarmennina til uppgjafar? Hvaða rétt hafa Bandaríkjamenn til að myrða þessa menn sem telja sig vera að verja land sitt. Hvaða rétt hafa Bandaríkjamenn yfirleitt til að vera þarna? Það verður því miður líklegra með hverjum deginum að dómur sögunnar um innrásina í Írak verði á sömu nótum og kaflinn um Víetnam.

Ungliðahreyfing “afturhaldskommatittsflokksins” mun ekki hætta baráttu sinni gegn stríðsglæpum Bandaríkjastjórnar. Ég tel auk þess ekki ólíklegt að við munum krefjast úttektar á því hvernig það má vera að hægt sé skrifa undir stríðsyfirlýsingu fyrir hönd þjóðarinnar án nokkurrar lýðræðislegrar umræðu. Miðað við það plan sem forystumenn ríkisstjórnarinnar eru á í umræðum um þetta alvarlega mál þá verrður sú úttekt líklega ekki gerð fyrr en loksins er búið að fella ríkisstjórnina.

Stofnfé í SPRON – Eru Össur, Ingibjörg Sólrún og Davíð Oddsson búin að selja?
Morgunblaðið fjallaði fyrir skömmu í stórri grein eftir Agnesi Bragadóttur um þann nýja slag sem nú stendur um SPRON. Ríflega helmingur stofnfés sparisjóðsins ku vera komið í nýjar hendur manna sem hafa greitt fyrir það allt að sjöfalt nafnverð. Afstaða Ungra jafnaðarmanna er óbreytt frá því um síðustu áramót. Ef það er svo að einhverjir þeirra stjórnmálamanna sem gefið var færi á kaupa stofnfé í SPRON og öðrum sparisjóðum á nafnverði eru á meðal þeirra sem nú hafa selt þá eigi þeir skilyrðislaust að skila ágóðanum til samfélagsins. Þetta er ekkert annað en spilling af sóðalegustu sort ef stjórnmálamennirnir komast upp með að græða á hlutbréfaviðskiptum í krafti trúnaðarstarfa sinna fyrir almenning. Auðvitað er það ekki mikið skárra hvernig margir af öðrum stofnfjáreigendum fengu að kaupa. Það er enginn tilviljun að þar eru margir helstu góðborgarar Reykjavíkur og flestir með flokkskirteini gefið út í Valhöll. Við náum líklega ekki hagnaðinum af þessum aðilum en við getum gert ákveðnar siðferðiskröfur á stjórnmálamennina. Þeir sem hafa selt nú og hagnast á óeðlilegan hátt verða að gefa það upp. Síðast báru þeir fyrir sig að þeir hefðu enn ekkert hagnast. Það liggur beint við að spyrja nú hvort þetta hafi breyst.

Í ljósi nýjustu ummæla Davíðs Oddsonar er kannski við hæfi rifja upp að blessaður maðurinn notaði ekki síður ljót orð um Unga jafnaðarmenn þegar hann brást við afhjúpunum okkar um spillinguna sem þrifist hefur í SPRON. “Spriklandi stráklingar” og “einhverjir krakkar” voru hinar miður málefnalegu nafnbætur sem Davíð gaf okkur þá. Svona virðist maðurinn bregðast við þegar hann brestur rök og er innikróaður með vondan málstað. Hann þarf svo sem ekkert að biðja mig afsökunar nú frekar en þá. En vonandi sér hann að sér.

-Andrés Jónsson, formaður UJ

Birtist áður í 8. tbl. SamVisku.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand