Vítahringur de la Haarde

,,Við Íslendingar eigum víst Evrópumet í verðbólgu innanhús, verðbótum utanhús og vöxtum með frjálsri aðferð. Þjálfarinn okkar hann Geir Haarde bindur miklar vonir við að ná heimsmetinu af Róbert Mugabe á næsta kjörtímabili.“ Segir Jens Sigurðsson í grein dagsins.

Það er ekki tekið út með sældinni að vera ungur í dag (mæðulegt dæs). Núverandi ríkisstjórn, Davíðs Oddssonar Halldórssonar Ásgrímssonar Geirssonar Haarde hefur skapað slíkt umhverfi að hér hefur aldrei verið dýrara fyrir ungt fólk að koma þaki yfir höfuðið. Ég á sjálfsagt aldrei eftir að flytja að heiman með þessu áframhaldi?

Við lok síðasta kjörtímabils þurfti ég að eiga um eina milljón í útborgun á íbúð. Þá átti ég um 800 þúsund inni á bankabókinni minni og það hefði verið gerlegt að kaupa sér íbúð þá ef ég hefði ekki sólundað aurunum í einhverja vitleysu, menntun! Í dag þarf ég hins vegar að eiga um 5 milljónir. Ég kíkti inn á heimabankann rétt áður en ég byrjaði að skrifa þessa grein og sá að staðan var neikvæð um ca. 400 þúsund. Það er nefnilega þannig að ég fæ líka að borga hæstu yfirdráttarvexti í heimi og því gengur mér ekkert að komast úr þessu vítahring. Einhvernvegin grunar mig að ég sé ekki sá eini sem sé í þessari aðstöðu (mæðulegt dæs nr. 2)


Fagra verðbólga

Reyndar þá vildi ég ekkert sérstaklega vera húsnæðiseigandi í dag. Það er rándýrt að reka húsnæði og það vita þeir sem borga af sínum lánum mánaðarlega. Við Íslendingar eigum víst Evrópumet í verðbólgu innanhús, verðbótum utanhús og vöxtum með frjálsri aðferð. Þjálfarinn okkar hann Geir Haarde bindur miklar vonir við að ná heimsmetinu af Róbert Mugabe á næsta kjörtímabili.

Þjálfarinn í hinu liðinu, hún Ingibjörg Sólrún, hefur talað um að vinda ofan af hagstjórnarmistökum sitjandi ríkisstjórnar, ná niður vöxtum og verðbólgu. Hún hefur talað um þörfina fyrir öflugan leigumarkað, síðan hefur hún talað um sérstök lán til þeirra sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð og afnám stimpilgjalda. Hún er náttúrlega klikk! Solla, við erum að nálgast HEIMSMETIÐ!

Þetta er hugsanlega eina íþróttagreinin sem við getum orðið heimsmeistarar í (fyrir utan bridge náttúrlega!) Og þegar við verðum heimsmeistarar legg ég til að við fáum Davíð Oddsson til að stýra veisluhöldunum í Perlunni, (bemrúda) skál í botn!


Fagra misskipting

Geir hefur kynnt áætlun sína fyrir næstu leiktíð en hún felst í því að auka hér þenslu, vexti og verðbólgu með 390 milljarða útgjaldaaukingu úr ríkissjóði á sama tíma og hér verða skattar lækkaðir. Geir vill líka ráðast í frekari stóriðju og önnur atvinnuskapandi verkefni í anda Stalín eru í bígerð s.s. olíuhreinsistöðvar og annar þungaiðnaður.

Jafnframt leggur Geir áherslu á að auka hér á misskiptingu en sú áætlun hefur gengið vonum framar. Geir vill líka innleiða hér skólabúninga til að fela misskiptinguna sem er farin að birtast í klæðaburði íslenskra barna. Reyndar eru líka mjög metnaðarfullar hugmyndir í fjölskyldunefnd forsætisráðherra að klæða alla Íslendinga sem ekki vinna í banka í eins föt, svona álpappírsföt eins og fólkið í framtíðar-bíómyndunum klæddist. Þeir sem vinna í banka fá þó áfram að vera í jakkafötum, það væri þó ráðlegt ef þeir gætu notað ermahnappa úr áli.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand