Er ósýnilega höndin blá? Eða er bláa höndin bara ósýnileg?

,,Stefna Sjálfstæðisflokksins ætti ekki að vera neitt launungarmál. Og við sjáum hvernig stefna hans hefur skilað sér undanfarin ár í slæmri hagstjórn, fjársvelti í mennta- og heilbrigðiskerfinu, og biðlistum, biðlistum og biðlistum eftir að komast á biðlista.“ Segir Ásþór Sævar Ásþórsson í grein dagsins. Kosningabaráttan fyrir Alþingiskosningarnar er á lokasprettinum og enn sem komið hefur hefur ekkert borið á Sjálfstæðisflokknum. Formaður flokksins kemur örsjaldan fram, og á kosingafundum í sjónvarpi og útvarpi er það yfirleitt annar, þriðji eða jafnvel fjórði maður á lista sem kemur fram fyrir flokkinn. Suma frambjóðendur hefur flokkurinn síðan viljandi falið fyrir alþjóð í aðdraganda kosninganna.

Það hlýtur að vera eðlileg krafa kjósenda að frambjóðendur flokksins leggji málefni sín og stefnu fram fyrir kosningar, og ekki fela sig á bak við froðukennda frasa, sem þeir spúa út úr sér þegar þeir örsjaldan láta sjá sig. Stefnu Sjálfstæðisflokksins verður maður að finna sjálfur t.d. á netinu, og þar kemur í ljós að stefna flokksins í menntamálum er t.d. að nemendur við ríkisreknu háskólana eigi að greiða fyrir námið úr eigin vasa og framhaldsskólanemar geta ekki búist aukinni aðstoð við námið haldi Sjálfstæðisflokkurinn völdum.

Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins forðast sviðsljósið, því þeir vita að málstaður þeirra mun ekki afla þeim atkvæða. Þeir vilja sem minnst gefa fólki tækifæri á að spyrja þá spurninga þar sem svör þeirra myndu reynast mjög óvinsæl.

Stefna Sjálfstæðisflokksins ætti ekki að vera neitt launungarmál. Og við sjáum hvernig stefna hans hefur skilað sér undanfarin ár í slæmri hagstjórn, fjársvelti í mennta- og heilbrigðiskerfinu, og biðlistum, biðlistum og biðlistum eftir að komast á biðlista. Samfylkingin hefur lagt fram stefnu um að útrýma þessum biðlistum, efla menntun í landinu og koma á ábyrgri efnahagstjórn. Það er alla vega ekkert laungunamál.

Greinin birtist í gær á vefriti Ungra jafnaðarmanna í Reykjavík –
UJR.is

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand