Vísir að framtíð

„Það eru gömul sannindi og ný að besta forvörn við útskúfun er samheldin, sterk fjölskylda“ segir Kjartan Valgarðsson, frambjóðandi í prófkjöri Samfylkingarinnar í grein sinni um jöfn tækifæri borgarbúa.

Erfiðir sjúkdómar geta ógnað lífi þeirra sem þeir herja á á svo margan hátt. Ekki eingöngu lífi sjúklingsins heldur hvernig lífi sjúklingurinn lifir. Árlega greinast um 1100 einstaklingar með krabbamein1. Það herjar á fólk á öllum aldri og hefur gríðarleg áhrif á líf þess og þeirra í kringum það. Sem betur fer fleygir læknavísindum fram og hægt er að sigrast á sífellt erfiðari tilfellum sjúkdómsins.

Karlmenn sem gangast undir erfiða meðferð við ógnandi sjúkdómi sem getur haft áhrif á frjósemi þeirra varanlega eða tímabundið, hafa möguleikann á því að frysta úr sér sæði. Karlmenn í þessari stöðu eru duglegir að nýta sér þennan möguleika og einhverjir hafa eignast sín börn með þessum hætti. Það er aftur á móti snúnara þegar kona er í sömu stöðu. Sjúkdómur eða meðferð hans getur leitt til varanlegrar skerðingar á frjósemi konu. Þar sem ekki er hægt að frysta eggfrumu konu líkt og hægt er með sæði liggur svarið í að frjóvga eggfrumurnar og geyma fósturvísa. Í lögum um tæknifrjóvgun er kveðið á um að fólk sé í sambúð (væntanlega skráðri) eða gift og hafi verið a.m.k. 3 ár til að það geti nýtt sér tæknifrjóvgun.

Ung stúlka sem er einhleyp eða jafnvel á kærasta en ekki í sambúð með viðkomandi stendur frammi fyrir því að sjúkdómur sem ógnar henni beint hefur einnig áhrif á getu hennar til barneigna fyrir lífstíð. Eitthvað sem þyrfti ekki endilega að gerast hefði hún verið í skráðri sambúð síðustu 3 árin. Það hlýtur að vekja gríðarlega sorg að standa frammi fyrir þessum staðreyndum að vegna hjúskaparstöðu manns við greiningu og meðferð sjúkdóms, er möguleiki manns á barneignum í framtíðinni verulega skertur. Ekki má frjóvga egg úr þessari konu með gjafasæði þar sem lögin segja að eingöngu megi grípa til þess ráðs ef frjósemi karlsins í áður skilgreindu sambandi sé skert eða aðrar líffræðilegar skýringar hindri notkun á hans sæði.

Þau dæmi sem ég gef hér eru líklega ekki svo ýkja mörg. En þegar þau koma upp hlýtur að fylgja því mikil sorg og margar áleitnar siðferðislegar spurningar, sem, eins og við flestum erfiðum siðferðislegum spurningum, er ekki til neitt einfalt svar. Þetta er ekki einfalt dæmi frekar en önnur sem varða siðferði lífsins. En samfélagið hlýtur að kalla á umræðu um þetta viðkvæma mál. Eru lög um tæknifrjóvgun eins og við viljum sjá þau?

1) Heimild: Krabbameinsskrá 2005

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið