UNGIR JAFNAÐARMENN 6 ÁRA

Það er ekki svo ýkja langt síðan ég var ein af þeim sem vildu ekki láta orða mig við feminista og vildi heldur láta kalla mig jafnréttissinna þegar kom að því að ég var að skammast út í kynjamisrétti. Sú mynd sem ég hafði af Feministafélagi Íslands á þeim tíma var að nær öllu leyti komin af umræðu fjölmiðla og fordómafullum staðhæfingum um félagið sem ganga manna á milli. Ég hafði reyndar ekkert á móti félaginu en fannst það of öfgafullt og æsa sig yfir smámunum í stað þess að beina kröftum sínum að alvarlegustu birtingarmyndum kynjamisréttisins eins og t.d. kynbundnu ofbeldi. Ungliðahreyfing Samfylkingarinnar – Ungir jafnaðarmenn – var stofnuð á þessum degi fyrir sex árum síðan. Á fjölmennum stofnfundi sem haldinn var í Iðnó var kjörin 11 manna bráðabirgðastjórn til 6 mánaða.Vilhjálmur H. Vilhjálmsson var fyrsti formaður hreyfingarinnar. Í viðtali við Morgunblaðið eftir stofnfundinn sagði Vilhjálmur að með stofnun Ungra jafnaðarmanna rætist langþráður draumur. ,,Ungt fólk hefur lengi haft forgöngu um sameiningu vinstrimanna og nú þegar verið er að fara að stofna stóran jafnaðarmannaflokk er unga kynslóðin enn á ný á undan þeim sem eldri eru.” Samfylkingin var formlega stofnuð rúmum tveimur mánuðum síðar í Borgarleikhúsinu – 5. maí 2000.

Í stjórnmálayfirlýsingu stofnfundar Ungra jafnaðarmanna var tekin skýr afstaða í ýmsum málaflokkum og til dæmis var lýst yfir vilja til að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Ennþá dag í dag eru Ungir jafnaðarmenn eina ungliðahreyfingin sem telja að sæki skuli um aðild að Evrópusambandinu en samtökin hafna jafnframt einangrunarhyggju hinna ungliðahreyfinganna.

Kraftmikið og gott starf unnið undanfarin ár
Á þessum sex árum hafa Ungir jafnaðarmenn dafnað vel og í dag eru aðildarfélögin orðin 15 talsins. Það hefur því verið mikil gróska hjá hreyfingunni um allt land á og hafa fjölmargir gengið til liðs við Unga jafnaðarmenn undanfarin ár, en félagsmenn samtakanna eru að ég best veit vel yfir þriðja þúsund.

Hreyfingin hefur haft það markmið að efla nýsköpun og frumkvæði ungs fólks með því að stofna til víðtækra skoðanaskipta og málefnavinnu, einkum í málaflokkum sem varða líf ungs fólks, sem byggja á grunnhugmyndum jafnaðarstefnunnar um frelsi, jafnrétti og bræðralag. Grunnurinn í stefnu Ungra jafnaðarmanna hefur verið jafnrétti til náms og heilbrigðisþjónustu óháð efnahag og að hér á landi myndist frjálslynt samfélag þar sem atvinnulífið og einstaklingurinn fái að njóta sín á sama tíma og öflugt velferðar- og menntakerfi blómstri.

Öflug forysta
Eins og áður sagði þá var Vilhjálmur H. Vilhjálmsson kjörinn fyrsti formaður ungliðahreyfingarinnar á stofnfundinum í Iðnó árið 2000. Um haustið sama ár var haldið fyrsta landsþing Ungra jafnaðarmanna og fór það fram í Reykjavík. Á þeim fundi var Katrín Júlíusdóttir kosin formaður samtakanna. Katrín gegndi formennsku í rúmt ár þangað til að Ágúst Ólafur Ágústsson tók við af henni. Ágúst Ólafur var endurkjörinn formaður samtakanna á fjölmennu landsþingi á Selfossi í janúar 2003 í aðdraganda þingkosninganna. Í kosningunum í maí 2003 náðu kjöri á Alþingi þrír fulltrúar ungliða; Ágúst Ólafur Ágústsson, Björgvin G. Sigurðsson og Katrín Júlíusdóttir.

Landsþing Ungra jafnaðarmanna haustið 2003 var haldið í Kvennaskólanum í Reykjavík og var í fyrsta skipti kosið um embætti formanns hreyfingarinnar. Í framboði voru Andrés Jónsson þáverandi formaður Ungra jafnaðarmanna í Reykjavík og Margrét Gauja Magnúsdóttir þáverandi stjórnarmaður Ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði. Hátt í 500 manns greiddu atkvæði í kjöri til stjórnar samtakanna og hlaut Andrés Jónsson afgerandi kosningu eða rúmlega 2/3 atkvæða. Síðan þá hefur Andrés tvívegis verið endurkjörinn formaður Ungra jafnaðarmanna.

Stærst eftir síðustu Alþingiskosningar
Innan ungliðahreyfingar hefur verið unnið hörðum höndum undanfarin ár. Markmiðið hefur verið skýrt – að kynna ungu fólki málefni Ungra jafnaðarmanna og Samfylkingarinnar og að fá sem flesta til liðs við hreyfinguna. Óhætt er að segja að það hafi tekist en samkvæmt tölum úr kosningarannsókn Ólafs Þ. Harðarsonar prófessors í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands varð bylting í fjölda stuðningsmanna Samfylkingarinnar meðal yngstu kjósendanna, 18-22 ára, í Alþingiskosningunum í maí 2003. Eftirtektarvert er að þegar þessar tölur eru bornar saman við tölur frá kosningunum 1999 þá sést jafnframt að ótrúlegur viðsnúningur varð á styrk tveggja stærstu flokkanna í þessum aldurshópi. Samfylkingin fór úr 15% í 34,1% en Sjálfstæðisflokkurinn fór úr 48,6% í 23,3%. Þetta var og er ekki síst merkilegt í ljósi þess að sterkasti stuðningshópur Sjálfstæðisflokksins hefur ætíð verið yngsti aldurshópurinn.

Nóg um að vera framundan
Eins og sést þá hefur verið unnið mikið og gott starf undanfarin ár og augljóst er að framtíð Ungra jafnaðarmanna er björt. Nóg verður um að vera á næstunni hjá hreyfingunni og sér í lagi aðildarfélögunum, en næsta stóra verkefni okkar eru sveitastjórnarkosningarnar í lok maí.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið