Nýverið kynnti Samfylkingin tillögur sínar er fjalla um umhverfismál og náttúruvernd undir yfirskriftinni Fagra Ísland og munu Ungir jafnaðarmenn funda um málaflokkinn nk. fimmtudagskvöld kl. 20. Ungir jafnaðarmenn standa fyrir opnum fundi nk. fimmtudagskvöld og í þetta sinn verða náttúruvernd og umhverfismál á dagskrá. Nýverið kynnti Samfylkingin tillögur sínar er fjalla um málaflokkinn undir yfirskriftinni Fagra Ísland og mun Mörður Árnason kynna tillögurnar og sitja í framhaldinu fyrir svörum.
Jafnaðarmenn nær og fjær eru hvattir til að mæta á fundinn sem hefst á slaginu kl. 2000 og fer fram á 2. hæð í húsnæði Samfylkingarinnar við Hallveigarstíg.
Sjáumst.
Bestu kveðjur,
Stjórnin