Símhlerunar- og Seðlabankahneyksli

Jens Sigurðsson
Þetta símhlerunarmál verður alvarlegra og alvarlegra með hverjum deginum sem líður. Í gærkvöldi fengum við fréttir af því að sími utanríkisráðherra og formanns Alþýðuflokksins hafi verið hleraður allt til ársins 1993! Málsvörn dómsmálaráðherra var í megin dráttum sú að það sé svo langt um liðið síðan þessar símhleranir áttu sér stað að þetta eigi ekkert erindi inn í sali þingsins, þetta sé fremur verkefni fyrir sagnfræðinga.

Þetta símhlerunarmál verður alvarlegra og alvarlegra með hverjum deginum sem líður. Í gærkvöldi fengum við fréttir af því að sími utanríkisráðherra og formanns Alþýðuflokksins hafi verið hleraður allt til ársins 1993!

Málsvörn dómsmálaráðherra var í megin dráttum sú að það sé svo langt um liðið síðan þessar símhleranir áttu sér stað að þetta eigi ekkert erindi inn í sali þingsins, þetta sé fremur verkefni fyrir sagnfræðinga.

Sagan er svo sú að Björn er nú bara annar dómsmálaráðherra landsins síðan 1993 (Þorsteinn, Sólveig og svo Björn). Þannig að ég veit nú ekki með þá málsvörn.

Það er samt alveg ljóst að það þarf að fara rækilega í saumana á þessu máli. Fá upp á borðið öll vafamál sem snerta þessa meintu spæjó starfsemi Sjallanna, áður en þeir verða búnir að lögvernda hana með stofnun nýrrar leyniþjónustu (The NEW Iceland Yard). Þegar Björn verður búinn að stofna slíkt apparat verður engin leið fyrir almenna borgara að fá þessa glæpi upplýsta. Og verður að eilífu fyrir luktum dyrum, amen.

Gegnsæi og lýðræðisleg vinnubrögð eru svo sannarlega einn af hornsteinum þessarar líkisstjórnar.

Og svo til að bæta enn í steypuna kemur seðlabankastjóri landsins fram í kvöld í öllum fjölmiðlum og fer að verja gjörðir dómsmálaráðherra …og nota tækifærið til að kalla pólitíska andstæðinga (seðlabankans væntanlega?) rugludalla og margt fleira smart!

Þannig að staðan er einhvernvegin svona:

  • Pabbi núverandi dómsmálaráðherra virðist hafa stofnað til leyniþjónustu en við megum eiginlega ekkert vita um þetta því a) það er svo langt síðan b) þetta er leyniþjónusta og það verður að vera leynilegt c) það kemur okkur ekki við.
  • Seðlabankastjórinn kemur dómsmálaráðherranum til varnar og blandar sér í málið og önnur hitamál íslenskra stjórnmála með mjög ósmekklegum hætti.

Þorvaldur Gylfason hefur haldið fram stífri gagnrýni á skipan f.v. ráðherra / stjórnmálamanna í stól seðlabankastjóra [1][2][3]. Hann telur það rýra trúverðugleika stofnunarinnar og peningamálastjórnunar í landinu. Hann hefur rétt fyrir sér og skýrasta dæmið birtist okkur í kvöld.

Greinin birtist upphaflega á jenssigurdsson.com: 11. okt. 2006.
Höfundur er formaður Ungra jafnaðarmanna í Kópavogi

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand