Vill aldurskvóta í efstu sætin til að tryggja ungu fólki áhrif

Natan Kolbeinsson, miðstjórnarmeðlimur í Ungum jafnaðarmönnum og fyrrverandi formaður Hallveigar – UJ í Reykjavík, hefur lagt fram tillögu um að settur verði aldurskvóti á framboðslista Samfylkingarinnar. Tillagan felur í sér breytingar á skuldbindandi reglum flokksins um að a.m.k. einn frambjóðandi yngri en 35 ára skuli vera í einu af þremur efstu sætum á framboðslistum flokksins. Flokksstjórnarfundur, sem haldinn verður á Akranesi 14. nóvember næstkomandi, mun taka afstöðu til tillögunnar.

Í greinargerð með tillögunni kemur m.a. fram að þingflokkur Samfylkingarinnar hafi ekki farið í gegnum neina nýliðun við síðustu Alþingiskosningar. „Framboðslistar verða að sýna fjölbreytileika flokksins og gefa röddum ungs fólks, sem og annarra þjóðfélagshópa, vægi. Aðeins þannig getur Samfylkingin státað sig af því að vera málsvari almannahagsmuna og sýnt í verki að hún treysti ungu fólki til ábyrgðarstarfa,“ segir í greinargerðinni.

Meðflutningsmenn tillögunnar eru Ingvar Þór Björnsson, formaður UJ í Hafnarfirði; Jónas Már Torfason, formaður UJ í Kópavogi; Ída Finnbogadóttir, formaður UJ í Reykjavík; Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar; Eva Indriðadóttir, formaður UJ; og Inga Auðbjörg Kristjánsdóttir, miðstjórnarmeðlimur í UJ.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand