Ungir jafnaðarmenn gegna áberandi forystuhlutverki í hugmyndasmiðjum Samfylkingarinnar. Hugmyndasmiðjurnar, sem settar voru í gang í síðustu viku, eiga að vera vettvangur hugmyndavinnu og stefnumótunar fyrir næstu Alþingiskosningar. Hugmyndasmiðjurnar eru öllum opnar og hægt er að taka þátt með því að senda tölvupóst á samfylking@samfylking.is eða með því að skrá sig í opna Facebook-hópa.
Eva Indriðadóttir, formaður Ungra jafnaðarmanna, fer fyrir hugmyndasmiðjunni Sköpum framtíð fyrir ungt fólk á Íslandi ásamt Margréti Gauju Magnúsdóttur og Skúla Helgasyni.
Inga Björk Bjarnadóttir, málefnastýra UJ, er forystukona hugmyndasmiðjunnar um heilbrigði og opinbera þjónustu.
Fjórir ungir jafnaðarmenn gegna forystu í hugmyndasmiðjunni Sköpum ný og spennandi störf. Þetta eru þau Guðmundur Ari Sigurjónsson, Haukur Hólmsteinsson, Margrét Rós Sigurjónsdóttir og Símon Birgisson.
Þrír af fjórum forystumönnum hugmyndasmiðjunnar um jafnrétti og mannréttindi eru Ungir jafnaðarmenn: Sigurgeir Ingi Þorkelsson, Sema Erla Serdar og Steinunn Ýr Einarsdóttir. Ásamt þeim fer Sabine Leskopf með forystu í þessari hugmyndasmiðju.
Hugmyndasmiðjunni Meira lýðræði stýrir Þórarinn Snorri Sigurgeirsson, varaformaður UJ, ásamt Valgerði B. Eggertsdóttur.
Eins og fyrr segir er hlutverk hugmyndasmiðjanna að vera opinn vettvangur fyrir hugmyndavinnu og stefnumótun. Öllum er velkomið að taka þátt í þeim og leggja sitt af mörkum.