Vill að ríkisstjórnarflokkarnir biðjist afsökunar á stuðningi við Íraksstríðið

„Er ekki kominn tími til að ríkisstjórnin, sem skipuð er sömu flokkum og settu okkar á lista viljugra þjóða, biðjist afsökunar á því að eiga þátt í morðum á saklausu fólki,“ spyr Natan Kolbeinsson, stjórnarmaður í Ungum jafnaðarmönnum, í grein sem birtist á Vísi í dag.

Natan gerir að umtalsefni væntanlega afsökunarbeiðni Jeremy Corbyn, nýs leiðtoga Verkamannaflokksins, á þætti flokksins í Íraksstríðinu. Natan spyr hvort það sama eigi ekki að gilda um Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn, en sem kunnugt er ákváðu formenn þeirra árið 2003 að setja Ísland á lista hinna viljugu þjóða.

Innrás Bandaríkjanna í Írak átti mikinn þátt í að skapa það ófremdarástand sem nú ríkir þar og í löndunum í kring, þar sem hryðjuverkasamtökin ISIS hafa náð fótfestu og milljónir manna hrakist á flótta. Þrátt fyrir þetta hefur enginn Íslendingur beðist afsökunar á þætti sínum í málinu.

„Er ekki líka kominn tími á það að við hættum að móta utanríkisstefnu okkar út frá peningum og förum að móta hana út frá mannúð og friði,“ spyr Natan að lokum.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand