Vilja meiri áherslu á mannréttindi í menntakerfinu

Ungir jafnaðarmenn vilja bæta nýjum mennréttindakafla við menntastefnu Samfylkingarinnar. Tillögurnar, sem fjallað verður um á landsfundi flokksins um helgina, fela meðal annars í sér kröfu um feminíska menntastefnu, betri geðheilbrigðisþjónustu í menntastofnunum og hinsegin fræðslu í grunn- og framhaldsskólum.

Í tillögunum kemur fram að kynjafræði eigi að flétta inn í námsefni á öllum skólastigum og gerð að skyldufagi í öllu kennaranámi. Nikólína Hildur Sveinsdóttir, alþjóðaritari Ungra jafnaðarmanna, segir það skipta hreyfinguna miklu máli að koma kynjafræði inn í öll skólastig. „Með því að kynna jafnrétti kynjanna fyrir leikskólabörnum munu komandi kynslóðir vera víðsýnni og skilningsríkari en við teljum okkur mörg vera í dag,“ segir Nikólína.

Ungir jafnarmenn vilja einnig efla geðheilbrigðisþjónustu á öllum skólastigum, m.a. með því að tryggja aðgengi nemenda að sálfræðingum, félagsráðgjöfum og öðrum sérmenntuðum starfsmönnum. Þá er lagt til að leitað verði samstarfs við hagsmunasamtök hinsegin fólks um hinsegin fræðslu í grunn- og framhaldsskólum.

Nikólína segir að Ungir jafnaðarmenn vilji tryggja öllum aðgengi að opinberum framhaldsskólum, óháð aldri. „Kerfið, eins og það er í dag, tekur ekki tillit til fólks sem hætta þarf framhaldsskólagöngu, hver sem ástæðan kann að vera. Hámarksaldur á framhaldsskólagöngu hindrar fjölda fólks að sækja sér menntunar og á ekki að vera til staðar í vel stæðu ríki sem Ísland er, sér í lagi þegar litið er til spekilekans sem á sér stað hér á landi,“ segir Nikólína.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand