Kröfðust endurreisnar félagslega húsnæðiskerfisins

Jóhanna Sigurðardóttir ásamt Nikólínu Hildi Sveinsdóttur og Rósönnu Andrésdóttur, skipuleggjendum viðburðarins.

Í maí eru 20 ár liðin síðan Jóhanna Sigurðardóttir flutti lengstu ræðu sem flutt hefur verið í sögu Alþingis. Þá talaði Jóhanna í rúmar 10 klukkustundir til að berjast gegn áformum ríkisstjórnar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks um að leggja niður verkamannabústaðakerfið.

Af þessu tilefni fengu Ungir jafnaðarmenn 40 fulltrúa Samfylkingarinnar til að endurflytja ræðu Jóhönnu í heild sinni í miðborginni á alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins, 1. maí. Ræðuhöldin hófust kl. 09:00 um morguninn og meðal flutningsmanna voru sveitarstjórnarfulltrúar, þingmenn og fyrrverandi forystufólk flokksins. Þegar Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, hafði lokið við að flytja síðasta hluta ræðu Jóhönnu steig Jóhanna sjálf í ræðustól og flutti ræðuna sem hún flutti þegar hún gerði grein fyrir atkvæði sínu og sagðist þá eiga margt ósagt um málið.

Með ræðuhöldunum vildu Ungir jafnaðarmenn vekja athygli á húsnæðisvandanum og krefjast endurreisnar hins félagslega húsnæðiskerfis sem Jóhanna barðist svo ötullega fyrir. Í hennar tíð sem félagsmálaráðherra var uppbygging félagslegs húsnæðis 36% af heildarfjölda íbúðabygginga þess tíma. Ef verkamannabústaðakerfið hefði ekki verið lagt niður má ætla að um 12 þúsund íbúðir væru innan þess kerfis í dag.

Myndir: Jónas Már Torfason

Gunnar Hörður Garðarsson, Nikólína Hildur Sveinsdóttir, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Dagur B. Eggertsson, Jóhanna Sigurðardóttir, Þórarinn Snorri Sigurgeirsson, Logi Einarsson, Heiða Björg Hilmisdóttir, Oddný Harðardóttir og Rósanna Andrésdóttir

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið