LÍN-stefna byggð á áherslum stúdentahreyfingarinnar

Tillaga Ungra jafnaðarmanna að stefnu Samfylkingarinnar í málefnum Lánasjóðs íslenskra námsmanna byggir á áherslum Landssamtaka íslenskra stúdenta. Samkvæmt tillögunni á útborgun lána að breytast í mánaðarlegar greiðslur og grunnframfærsla og frítekjumark að hækka í samræmi við launaþróun. Þá er áhersla lögð á að efla hlutverk Lánasjóðsins sem félagslegur jöfnunarsjóður og að lög um Lánasjóðinn verði einungis endurskoðuð í samráði við hagsmunasamtök stúdenta.

Stefna Samfylkingarinnar í menntamálum hefur hingað til rímað vel við áherslur stúdentahreyfingarinnar. Tillaga Ungra jafnaðarmanna er tilraun til að skerpa enn frekar á félagslegum áherslum flokksins í málefnum Lánasjóðsins og styðja við baráttu stúdenta.

Tillagan í heild sinni:

Samfylkingin vill efla hlutverk Lánasjóðs íslenskra námsmanna sem félagslegur jöfnunarsjóður. Í því skyni vill Samfylkingin innleiða stykjakerfi þar sem hluti láns breytist í styrk að námi loknu.

Til að Lánasjóðurinn geti sem best sinnt hlutverki sínu sem félagslegur jöfnunarsjóður leggur Samfylkingin áherslu á eftirfarandi atriði:

 • vextir af lánum haldist lágir og ekki verði fallið frá tekjutengingu afborgan
 • ekki verði sett takmörk á aldur lánþega
 • útborgun lána verði mánaðarlegar greiðslur í stað eingreiðslna
 • skilyrði um lánshæfi stúdenta verði endurskoðuð með tilliti til jafnréttis til náms
 • frítekjumark námsmanna hækki í samræmi við launaþróun
 • grunnframfærsla námsmanna miðist við 100% af grunnviðmiði neysluviðmiða Velferðarráðuneytisins og hún haldi í við launaþróun
 • framfærsla íslenskra námsmanna erlendis verði endurskoðuð með það fyrir markmiði að bæta kjör þeirra
 • stuðningur við fjölskyldufólk í námi verði aukinn og framfærsla barna tryggð óháð námsframvindu foreldra
 • lágmarksnámsframvindukröfur verði lækkaðar aftur í 18 ECTS einingar
 • Lánasjóðnum verði tryggt fjármagn til að geta staðið undir fullnægjandi þjónustu við skjólstæðinga sína
 • Lög um Lánasjóðinn verði einungis endurskoðuð að höfðu samráði við hagsmunasamtök námsmanna.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand