Vikan

Ég held því fram, og veit að ég er ekki einn um þá skoðun að Landssíminn bjargaði Skjá einn frá gjaldþroti með þessum gjörning, sem voru nær óumflýjanleg eftir kaup Skjás eins á Enska boltanum. En hvað veldur? Hversvegna valdi Landssíminn Skjá einn? Hann kom ekki til hjálpar þegar Íslenska útvarpsfélagið stefndi í gjaldþrot, jafnvel þó svo að Íslenska útvarpsfélagið ráði yfir mun stærri ,,efnisveitu” en Skjár einn. Hvað veldur? Flokksskírteini stórnarmanna Landssímans og Skjá eins í Sjálfstæðisflokknum ræður eflaust öllu þarna.
Í upphafi þessa pistils ætla ég að óska Bandaríkjamönnum með það tækifæri sem bíður þeirra 2. nóvember, en þá fá þeir tækifæri til að losa sig við einn versta forseta sem stjórnað hefur Bandaríkjunum frá þeim degi er fyrsti siðmenntaði maðurinn steig þar á land. Ef Bush verður endurkjörinn forseti Bandaríkjanna er möguleiki að honum takist að gera Bandaríkin að því sem þau voru einusinni, það er að segja óbyggð.

En ég ætla ekki að eyða fleiri orðum í forsetakosningarnar í Bandaríkjunum, þar sem ég held að engin lesandi þessa pistils sé með á kosningarétt í Bandaríkjunum. Auk þess sem hvor kosturinn sem kemur til greina er það slæmur að eina ástæðan fyrir því að ég myndi kjósa Kerry er sú að Kerry er skömminni skárri en Bush.

En fyrir verkamann út á landi sem er með rautt Peltor Workstyle útvarp á hausnum um 40 klukkutíma á viku, hefur eitt og annað gerst síðustu daga. Kannski skrítnasta fréttin er sú þegar eggið gleypti hænuna, það er að segja þegar eggið, Og Vodefone, yfirtók hænuna, Norðurljós. Góðvinir mínir á Rás2 tóku málið fyrir og reyndu að útskýra þetta fyrir hlustendum, sú útskýring var alltaf flókin fyrir verkamann í rækjubransanum. Með þessum gjörning er verið að ,,stæla” þann gjörning sem Landssíminn og sjálfstæðismenn gerðu með kaupum í sjónvarpsstöð sjálfstæðismanna, Skjá einum.

Þegar Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn ræða þetta við mig, reyndu þeir fyrst að benda á að þessi kaup Landssímans í Skjá einum hefi ekki gengið upp hefðu Fjölmiðla lögin tekið gildi. Því er ég einmitt fullkomlega ósammála, nú er ég ekki lögfræðimenntaður, en ég veit að þessi fjölmiðla lög sem aldrei urðu að lögum áttu að taka gildi eftir 3 ár, gömlu lögin, sem gilda enn þann dag í dag, áttu að gilda þangað til, þannig að þó svo að hin illræmdu fjölmiðlalög hefðu ekki náð að stoppa kaup Landssímans í Skjá einum. Landssíminn hefði samt þurft að losa sig við Skjá einn eftir 3 ár.

Ég held því fram, og veit að ég er ekki einn um þá skoðun að Landssíminn bjargaði Skjá einn frá gjaldþroti með þessum gjörning, sem voru nær óumflýjanleg eftir kaup Skjás eins á Enska boltanum. En hvað veldur? Hversvegna valdi Landssíminn Skjá einn? Hann kom ekki til hjálpar þegar Íslenska útvarpsfélagið stefndi í gjaldþrot, jafnvel þó svo að Íslenska útvarpsfélagið ráði yfir mun stærri ,,efnisveitu” en Skjár einn. Hvað veldur? Flokksskírteini stórnarmanna Landssímans og Skjá eins í Sjálfstæðisflokknum ræður eflaust öllu þarna.

Og hér með er ég að spá í að skipta um flokk, því ef og þegar ég fer út í einkabransann, er gott að hafa flokksskírteini frá Sjálfstæðisflokknum í vasanum því þá get ég platað gjaldkera og ritarann til að stela peningum í einhverri ríkisstofnum. Þeir fá dóm fyrir, en ég þarf ekki að skila peningunum. Þetta er bara hægt ef maður er með flokksskírteini frá Sjálfstæðisflokknum í vasanum. Ég er samt ekki að spá í að breyta um mínar góðu vinstrisinnuðu skoðanir, ég breyti bara Sjálfstæðisflokknum innan frá.

Að lokum skora ég á alla unnendur Enska boltans að hunsa Skjá einn, ég skora á viðkomandi aðila að kaupa sér gervihnattamóttakara og taka Enska boltann inn í gegnum Thor2.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand