Hinir föllnu hermenn Íslands

Þegar Íslendingar hristu endanlega af sér danska kónginn 1944 og ákváðu að standa á eigin fótum var það opinber stefna hins nýja lýðræðis að vera hlutlaus í stíði en leggja áherslu á að viðhalda heimsfriði með diplómatískum aðferðum. Til dæmist voru Íslendingar ekki á meðal stofnþjóða Sameinuðu þjóðanna því það var skilyrði að stofnþjóðinar lýstu yfir stíði á hendur Þýskalandi. Á fimmtugasta aldrusári lýðveldisins Íslands þykir mér hlutleysinu hafa farið aftur. Ríkisstjórnin virðist skella skollaeyrum við stefnuni sem tekin var 1944 og hika ekki við að styðja innrásir Bandaríkjamanna inn í hin og þessi lönd í vafasömum tilgangi. Osama fannst ekki, Al-kaída starfar ennþá og Saddam átti víst aldrei gereyðingarvopn. Ekki nóg með að við sendum vistir og búnað til átakasvæðanna heldur virðist sem við séum farin að senda fólk líka. Var þjóðin einhvern tíman spurð að þessu? Nú á dögunum bárust slæmar fréttir af íslensku friðargæsluliðunum í Kabúl. Tveir þeirra höfðu lent í árás og annar slasast töluvert. Daginn eftir hina sláandi fregn komu svo ítarlegri fréttir af þeim í blöðunum, annar var á batavegi en hinn þurfti að liggja á sjúkrahúsi eitthvað lengur. Í Fréttablaðinu kom svo fram, að kona þess sem lá á sjúkrahúsinu, var búin að heyra í honum og lét hann vel af sér. Henni var mjög svo brugðið, en þakkar guði fyrir að maðurinn hennar er á lífi.

What goes around comes around
Ég ætla að byrja á því að senda mína bestu strauma til friðargæsluliðs Íslands í Kabúl. Enn fremur ætla ég að vona að þau læri öll af reynslunni og sníki sér far heim við fyrsta tækifæri.

Það er merkilegt hversu mikla athygli þessi særði hermaður fékk bara útá það eitt að vera íslenskur á meðan tugir hermanna falla hvern dag á átakasvæðum heimsins s.s í Írak. Mörkin milli firðargæsluliða og hermanns verða óskýrari með hverjum deginum sem líður og ég fæ ekki betur séð en það séu íslenskir hermenn að störfum í Afganistan. Hvað eru þá blöðin og almenningur að væla ef einn þeirra fellur í valinn? Það ber vott um afskaplega mikla þröngsýni að styðja srtíðið í Írak og innrásina í Afganistan, senda svo „friðargæsluliða“ á staðinn og fá móðursýkiskast ef eitthvað kemur fyrir þá. Hvað með alla hina hermennina og almennu borgarana sem hafa fallið? Fyrst við erum á annað borð að leggja blessun okkar yfir innrásir í önnur lönd og sendum lið á svæðið verðum við að vera undir það búin illa getur farið fyrir okkar fólki. Erum við tilbúin til þess? Ekki ég, allavega.

Hlutlausa Ísland
Þegar Íslendingar hristu endanlega af sér danska kónginn 1944 og ákváðu að standa á eigin fótum var það opinber stefna hins nýja lýðræðis að vera hlutlaus í stríði en leggja áherslu á að viðhalda heimsfriði með diplómatískum aðferðum. Til dæmist voru Íslendingar ekki á meðal stofnþjóða Sameinuðu þjóðanna því það var skilyrði að stofnþjóðinar lýstu yfir stríði á hendur Þýskalandi. Á fimmtugasta aldursári lýðveldisins Íslands þykir mér hlutleysinu hafa farið aftur. Ríkisstjórnin virðist skella skollaeyrum við stefnuni sem tekin var 1944 og hika ekki við að styðja innrásir Bandaríkjamanna inn í hin og þessi lönd í vafasömum tilgangi. Osama fannst ekki, Al-kaída starfar ennþá og Saddam átti víst aldrei gereyðingarvopn. Ekki nóg með að við sendum vistir og búnað til átakasvæðanna heldur virðist sem við séum farin að senda fólk líka. Var þjóðin einhvern tíman spurð að þessu?

Íslenskur her
Með þessu áframhaldi er aðeins tímaspursmál hvenær fyrsti íslenski hermaðurinn fellur á erlendri grund. Hvernig bregðumst við Íslendingar þá við? Tuttugu blaðsíður af minningagreinum í Mogganum, viðtal við ekkjuna í helgarblaði DV, útför að hermannasið, þremur skotum hleypt af á meðan þjóðsöngurinn er leikinn og kistan sígur í nýjan grafreit íslenskra hermanna í Vatnsmýrinni? Grafskriftin: Hér hvílir Jón Jónson, féll í bardaga á erlendri grund í óræðum tilgangi.

Ýmsar mannvitsbrekkur í íslenskri pólitík eins og til dæmist lieutenant Björn Bjarnar hafa öðru hverju verið að viðra hugmyndir um íslenskan her. Íslenskur her þýðir ekki aðeins fallegir dátar í lopapeysum vopnaðir teyjubyssum, hrossabrestum og hrífum (höfum við einhver önnur vopn á Íslandi?), íslenskur her þýðir líka íslenskt mannfall í bardögum og um leið og fyrsti íslenski hermaðurinn fellur erum við búin að snúa stefnunni sem var tekin 1944 á hvolf. (Myndir eru teknar af Vísi.is)

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand