Skólagjöld

Það á að koma á skólagjöldum á Íslandi. Þetta er staðreynd sem við verðum að horfast í augu við eins og staðan er í dag. Sú ríkisstjórn sem nú situr slímsetur sínar hjá þjóðinni ætlar að láta okkur borga fyrir menntunina hvort sem okkur líkar nú betur eða verr. Það sem verra er er að ríkistjórnin ætlar ekkert að láta vita af þessum áformum sínum fyrr en námsmenn þessa lands fá sendan reikning. Það á að koma á skólagjöldum á Íslandi. Þetta er staðreynd sem við verðum að horfast í augu við eins og staðan er í dag. Sú ríkisstjórn sem nú situr slímsetur sínar hjá þjóðinni ætlar að láta okkur borga fyrir menntunina hvort sem okkur líkar nú betur eða verr. Það sem verra er er að ríkistjórnin ætlar ekkert að láta vita af þessum áformum sínum fyrr en námsmenn þessa lands fá sendan reikning.

Sameining í flýti
Sem dæmi um þessi áform er ótrúlegur bakherbergjabragur var á ákvörðun um sameiningu Tækniháskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík. Á haustdögum var einhver óljós andi sameiningar sem sveif yfir vötnum. Svo örskammri stundu síðar er sameining gengin í gegn og hvorki kóngur né prestur spurður álits. Nú má sameinaður skóli rukka nemendur sína um skólagjöld. Þessi sameining var sko tekin með trukki og dýfu enda mátti engan tíma missa þar sem nýjir nemendur/greiðendur setjast á skólabekk viðskiptafræðideildar THÍ nú í janúar. Það er þó í höndum nýkjörinna stjórnar að ákveða hvort þessir nemendur greiði skólagjöld. Þessi stjórn var ekki komin til starfa þegar sameining átti sér stað og aðspurð gat rektor THÍ ekki sagt til um hvort, hvenær eða hvernig skólagjalda rukkun ætti sér stað, en að sjálfsögðu var þetta spurning sem brann mjög á nemendum THÍ og væntanlega HR einnig. Það liggur þó í augum uppi að það er einungis tímaspursmál hvenær nemendur sameinaðs skóla þurfa að punga út umtalsverðum fjárhæðum í skólagjöld.

Áhugasömum um tæknimenntun málaðir út í horn
Fólk sem hefur hugsað sér að stunda nám við heilbrigðis- eða tæknideild THÍ verður nú að vera viðbúið því að greiða skólagjöld fyrir sitt nám því hvergi er hægt að nálgast kennslu í þessum greinum í skólagjaldalausum skóla. Hæstvirt menntamálaráðstýra hefur málað áhugasama um tæknimenntun út í horn. Þorgerður Katrín kvartaði sáran yfir því að hún hefði fengið bágt frá OECD vinum sínum sem útskirfa fleiri verkfræði- og tæknimenntaða heldur en hún gerir. Hennar útspil til að útskrifa fleiri tænimenntaða er að skella skólagjöldum á tæknimenntunina í landinu og auka þannig eftirspurn… eða hvað? Þetta finnst mér undarleg markaðsfræði.

Umræða ríkisstjórnarinnar um kennaraverkfallið, sem ekki var mikil eða í samræmi við stærð vandans, var í ljósi skólagjaldavitans. Eina ljósið sem skammsýn ríkistjórn sér. Það er augljóst að ríkisstjórnin telur sig ekki þurfa að koma með skýra stefnu í skólagjaldaáráttu sinni. Það þarf greinilega ekkert að láta þá sem þetta varðar vita hvað þeir eiga í vændum. Nemendur verða bara að lesa milli línanna og leggja saman tvo og tvo og fá út að skólagjöld eru eina svar ríkistjórnarinnar. Enn og aftur rennur unga fólkið í ríkisflokkunum á rassinn með sín fögru fyrirheit um að berjast fyrir málaflokkum unga fólksins. Dagný mín Jónsdóttir sem situr í menntamálanefnd, úthrópuð hetja háskólanemans fyrir kosningar, þegir nú þunnu hljóði enda svo sem sloppin í gegn með sitt nám. Þurfti bara að borga skráningargjöldin í háskólan sem nú fara stig hækkandi. Komin í þægilegt jobb í miðbænum og fer varla að hætta því fyrir hugsjónina.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand