Viðburðamikil vika

Fyrir verkamann sem heyrir fréttir á klukkutímafresti hefur vikan verið stórskemmtileg. Framsóknarmenn að flippa út og umdeild ráðning í Hæstarétt. Fyrir verkamann sem heyrir fréttir á klukkutímafresti hefur vikan verið stórskemmtileg. Framsóknarmenn að flippa út og umdeild ráðning í Hæstarétt.

Eini framsóknarmaðurinn sem ég hef getað treyst er nú orðinn hornreka í flokknum. Ímynd Framsóknarflokksins útávið er í rúst. Fyrir mér er ímyndin af Framsóknarflokknum svona: Flokkurinn er einræðisflokkur, þar sem skoðanir flokksmanna eru fótum troðnar. Ef að þingmaður spilar ekki með liðinu og kyssir ekki tærnar á formanninum er honum úthýst, honum er ekki treystandi til að starfa í nefndum eða gegna trúnaðarstöðum fyrir flokkinn. Þetta veit Dagný Jónsdóttir, enda svíkur hún samfæringu sína til þess að geta spilað með liðinu. Kristinn H. Gunnarsson hefur alltaf staðið fastur á sínu, og fyrir það á að verðlauna menn, en ekki refsa. Annað dæmi um valdhroka forustumanna framsóknar átti sér stað þegar fjölmiðlamálið stóð sem hæst, þá gekk einn ungliði flokksins úr Norðvesturkjördæmi svo langt að vera ekki sammála flokksforustunni, hann skrifaði grein á heimasíðu ungliða framsóknar. Síðunni var einfaldlega lokað og til öryggis var greinin tekin út. Vilja menn fá annað dæmi? – Þegar tveir formenn spjölluðu saman og ákváðu að taka þátt í innrásinni í Írak, var þingflokkur framsóknar ekki spurður um málið. Formaðurinn gerði einfaldlega ráð fyrir því að það myndu allir spila með liðinu. Reyndar er undirlægjuháttur framsóknarmanna gagnvart sjálfstæðismönnum orðinn frægur af endemum. Það var bókstaflega öllu fórnað fyrir 15. september (síðast liðinn).

Jón Steinar á símavini sínum Geiri Hilmari Haarde mikið að þakka. Ekki nóg með að Geir hafi hjálpað Jóni Steinari í þættinum Viltu vinna milljón? heldur reddaði Geir Jóni vinnu, og æviráðningu í kaupbæti. Þessi gjörningur Geirs var nú ekki auðveldur, hann þurfti að ganga framhjá 3 mönnum sem voru mun hæfari til starfans, en að auki er líklegt að hann hafi brotið jafnréttislögin, sömu lög og Björn Bjarnason braut og sagði svo eftirá so what – þau eru ,,barn síns tíma”. Sennilega á þessi setning Björns eftir að lifa lengur heldur en hin stórskemmtilega setning Guðna, en hann sagði einu sinni að konan ætti að vera bakvið eldavélina. Svo þegar umboðsmaður Alþingis tjáði sig um málið, var Davíð snöggur til, heiðarleg tilraun til að hóta umboðsmanninum er stór svartur skammarblettur á núverandi utanríkisráðherra. Við hljótum að gera þá kröfu að sá hæfasti verði ávalt valinn. Það er sjúklegt að valdamenn skuli hilla vinum og skyldmennum við ráðningar í opinber störf, Ólafur Börkur var ráðinn í fyrra, hann var langt frá því að vera hæfasti umsækjandinn, en skyldleiki hans við Davíð gerði hann hæfastan í augum sjálfstæðismanna.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand