Uppgangur nýnasisma

Nýnasistar hafa alltaf verið jaðarhópur í samfélaginu, bitur krúnurakaður strákahópur í leðurstígvélum sem fær útrás með að krota hakakrossa á opinberar byggingar. Hakakrossarnir og Hitlersdýrkunin hefur hingað til hlotið lítin hljómgrunn í samfélaginu. Almenningur hefur frekar hundsað þá og fyrirlitið heldur en að fyllast andagift yfir göfugum málstað. Democracy won´t stand the test of time
Unemployment and a rising rate of crime
Will you stay or will you go?
When the time comes you will have to know
Are you gonna stand and fight for your race

Rétt upp hönd sem finnst þetta töff texti! Þessi texti sem sunginn er við lagið Blood and Honor með hljómsveitinni Hate machine, er hluti af kynningar efni sem dreift er á geisladiskum í alla skóla í New York á vegum nýnasista. Í þessum kynningarpakka fylgir svo að sjálfsögðu eyðublað til að þú getir skráð þig. Upp með pennann… og count me in!

Nýnasistar skríða úr felum
Ok, þetta eru kannski ekkert svo heitar fréttir. Nýnasistar hafa alltaf verið jaðarhópur í samfélaginu, bitur krúnurakaður strákahópur í leðurstígvélum sem fær útrás með að krota hakakrossa á opinberar byggingar. Hakakrossarnir og Hitlersdýrkunin hefur hingað til hlotið lítin hljómgrunn í samfélaginu. Almenningur hefur frekar hundsað þá og fyrirlitið heldur en að fyllast andagift yfir göfugum málstað.

En nú svífur annar andi yfir vötnum. Á fáum árum hefur nýnasistahreyfingunni á Vesturlöndum vaxið fiskur um hrygg og hafa nasistar á Vesturlöndum nú aldrei verið fleiri síðan á dögum þriðja ríkisins.

Ein Volk, ein Reich, ein Füher
Þessar skyndi-vinsældir nýnasima einskorðast ekki bara við ungt fólk, nýnasistar njóta sívaxandi fylgis fólks úr öllum stigum samfélagsins. Í kosningum sem fram fóru í sambandsríkinu Saxlandi nú á haustdögum, áttfaldaði flokkur nýnasista fylgi sitt frá síðustu kostningum og fékk 9,2% fylgi sem er hæsta fylgi sem nasitaflokkur hefur fengið frá stríðslokum. Til gamans má geta að flokkur Schröders kanslara hríðféll og fékk aðeins 9,8% fylgi. Þessar kostningar sýna það að nasisminn er óðum að skjóta rótum á ný og ekki bara meðal fólks í útjaðri samfélagsins heldur líka meðal hinna almennu borgara.

Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands reyndi að banna flokk nýnasista þar sem hann taldi að flokkurinn væri ógn við lýðræðið. Málið var auðvitað fyrirfram tapað enda stendur skýrum stöfum í stjórnarskrá Þýskalands að hverjum sem er sé heimilt að stofna pólitíska hreyfngu. Með málshöfðuninni vildi Schröder og flokkur hans vekja athygli á þeirri uppsveiflu sem flokkurinn væri í og vekja almenning í Þýskalandi til umhugsunar. Hugafarsbreytingin varð nú ekki meiri en sú að nokkrum mánuðum seinna fengu nasistar met fylgi í kosningunum í Saxlandi. Nasistum í Þýskalandi fjölgar með veldishraða um þessar mundir.

Lærum við aldrei af reynslunni?
Hvað er það í samfélaginu sem er að veita þessum hægri öfgahreyfingum byr undir báða vængi? Af hverju er samfélagið allt í einu orðið svona umburðarlynt gagnvart öfgahreyfingum með mannskemmandi viðhorf? Fyrir nokkrum árum hefði verið óhugsandi að hreyfing sem kennir sig við nasisma væri að dreifa kynningarefni í skóla eða hvað þá fá fylgi í kosningum. Hvernig getur þetta átt sér stað? Á öllum skólastigum er búið velta nemendum í vestrænum skólum upp úr heimstyrjöldinni og afleiðingum hennar. Margar kvikmyndir og bækur um fórnarlömb og afleiðingar útrýmingaherferðarinnar hafa komið út s.s Dagbók Önnu Frank, the Pianist, Schindler´s list og svo mætti lengi telja. Efni þessara mynda og bóka hefur hingað til útmálað nasismann á svo skelfilegan hátt að enginn hugsandi manneskja myndi nokkru sinni vilja binda trúss við slíka hugmyndafræði. Samt sem áður er að myndast ört stækkandi hreyfing fólks sem kennir sig við nasimsa og er ekkert að fela það. Kalt á litið má því segja að þessar mundir séu þeir flokkar sem kenna sig við mannfyrirlitningu, kynþáttafordóma og öfgar að verða vinsælli og vinsælli meðal almennings í Evrópu allri.

Og hvar stöndum við Íslendingar?
Æ, hvað við Íslendingar erum nú heppin að þurfa ekki að díla við svona plið. Hér eru allir svo ljúfir og góðir og þetta er eitthvað sem er okkur alveg óviðkomandi. Þrátt fyrir að hér sé (guðsélof) ekki nasistahreyfing í gangi erum við ekkert saklaus af því að opinbera mannfyrirlitningu okkar við sérstök tækifæri. Útlendingafrumvarpið er gott dæmi um lagabreytingu sem lyktar illilega af fordómum – jafnvel kynþáttafordómum. Sem annað dæmi má nefna umræðuna um þjóðbúningin sem spratt upp í sumar þegar tímaritið Reykjavík Grapewine birti á forsíðu mynd af svartri stúlku í skautbúning. Íslendingar sáu greinilega ekkert að því að vaða í blöðin og segja blákallt að þeim þætti “ekki við hæfi” að svertingi klæddist skautbúniginum. Gyðingurinn Dorrit Mousajeff bætti um betur þegar hún mætti í upphlut á þingsetninguna og enn og aftur heyrðust raddir um það væri “ekki við hæfi” að gyðingur væri í þjóðbúningnum. Toppnum var svo náð þegar nokkrar lesbíur klæddust upphlutnum og tóku þátt í Gaypride göngunni. Það þarf vart að taka það fram að fjölmörgum þótti það “alls ekki við hæfi”.

Eins og ofangreind dæmi sýna þá erum við Íslendingar ekki með eins stórt gullhjarta og við e.t.v höldum. Auðvitað verða alltaf til fordómar gagnvart því sem er framandi en þegar þar þykir ekki lengur neitt athugavert við það að sýna mannfyrirlitningu á opinberum vettvangi og sjálf ríksisstjórnin tekur þátt í skrípaleiknum með frumvarpi sem skerðir mannréttindi ákveðna hópa, tjah, þá er eitthvað mikið að.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Uncategorized @is

Ungt jafnaðarfólk á Landsfundi

Þann 28. – 29. október síðastliðinn var haldinn Landsfundur Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands á Grand