Við þurfum nýja og betri Miklubraut

Þessa dagana heyrir til undantekninga ef ég lendi ekki í bullandi umferðarteppu þegar ég er að aka um Miklubraut. Vafalaust á það sama við um þá fjölmörgu höfuðborgarbúa sem fara þarna um nánast á degi hverjum. Þótt tafirnar megi vafalítið að einhverju leyti rekja til umfangsmikilla gatnaframkvæmda þá dylst fáum að umferðarkerfið á svæðinu er samt sem áður algjörlega sprungið. Það annar ekki lengur þeim mikla bílaflota sem þarna fer um. Þessa dagana heyrir til undantekninga ef ég lendi ekki í bullandi umferðarteppu þegar ég er að aka um Miklubraut. Vafalaust á það sama við um þá fjölmörgu höfuðborgarbúa sem fara þarna um nánast á degi hverjum. Þótt tafirnar megi vafalítið að einhverju leyti rekja til umfangsmikilla gatnaframkvæmda þá dylst fáum að umferðarkerfið á svæðinu er samt sem áður algjörlega sprungið. Það annar ekki lengur þeim mikla bílaflota sem þarna fer um.

Alveg eins og troðningar urðu að malarvegum og malarvegir að malbikuðum brautum, þarf Miklabraut milli Snorrabrautar og Grensásvegar því nú að verða að góðum og greiðum nútímalegum vegi sem stenst þær öryggiskröfur sem sjálfsagðar eru taldar í dag.

Endurbætur gangast almennri umferð, strætisvögnum, gangandi og hjólandi
Skv. áfangaskýrslu Vegagerðarinnar kostar um 5,5 milljarða króna að gera eftirfarandi gatnamót mislæg:

• Miklabraut – Langahlíð
• Miklabraut – Kringlumýrarbraut
• Miklabraut – Grensásvegur
• Miklabraut – Háaleitisbraut

Samhliða yrði að sjálfsögðu unnið að betri stígum fyrir gangandi og hjólandi. Aðgerðirnar myndu heldur ekki einvörðungu gagnast almennri umferð, heldur líka strætisvögnum sem kæmust fyrir vikið miklu hraðar yfir.

Úrbætur ekki kostnaðarsamar í samanburði við aðrar vegaframkvæmdir
Kostnaðurinn er heldur ekkert óviðráðanlegur. Fimm og hálfur milljarður fyrir fern mislæg gatnamót og betri göngu- og hjólreiðatengingar á þessu umferðarþunga svæði í kjarna höfuðborgarinnar er til dæmis allnokkru minna en kostar að grafa göng milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar, sem nú þegar hefur verið ákveðið að gera.

Aukin lífsgæði
Ný og betri Miklabraut myndi ekki aðeins stytta ferðatíma allra þeirra sem þarna eiga leið um, heldur myndi hún einnig draga úr mengun og umferð um íbúðahverfi. Þá myndi slysum fækka umtalsvert. Lífsgæði borgarbúa myndu því aukast. Endurbætur á Miklubraut ættu því tvímælalaust að vera næsta mál á dagskrá í vegabótum innan höfuðborgarinnar.

Deila

Facebook
Twitter
Ungir jafnaðarmenn

Nýlegar færslur

Fréttir

Ný stjórn kjörin á landsþingi UJ

Landsþing Ungs jafnaðarfólks var haldið á laugardaginn, 31. ágúst 2024 í Samfylkingarhúsinu íHafnarfirði, Strandgötu 43.

Fréttir

Jöfn og Frjáls komið út

Jöfn og Frjáls er komið út. Blaðið sem er málgagn Ungs Jafnaðarfólks hefur nú verið